Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 47
aldurhnignar og aflagðar búvélar á Hvanneyri, ellegar þá öldungsbíla í Samgöngu-
minjasafninu að Ystafelli í Kaldakinn - upp á sömu býti? Fáir.
Nú heimsækja staðina þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna ár hvert, svo horfir í
að ársverk í þessum dæmum um nýbúskap verði samtals ekki stórum færri en í
íslenskri svínarækt svo einhver samanburður sé gerður.
Nei, nútímamaðurinn lifír ekki á einu saman brauði...
Niðurlag
Draga má saman helstu atriði þess sem hér hefur verið sagt með orðum evrópsku
yfírlýsingarinnar um fjölþættan landbúnað og byggðaþróun:
„ The future of agriculture is closely linked to the balanced development of the
countryside, which accounts for 80% of the area of Europe. Alongside the market
support measures, the European rural development policy plays a major role in
economic, social and territorial cohesion. It is based on the following principles:
recognising the multifunctional role of agriculture, improving competitiveness,
ensuring that environmental issues are taken into account, diversifying economic
activity, conserving rural heritage”
fhttD://europa.eu.int/scadDlus/leg/en/1vb/160026~)
Við sjáum þegar dæmi um flest af þessu í íslenskum landbúnaði takist okkur að leggja
þann viða skilning í hugtakið landbúnaður, sem nauðsynlegur er. Landið, bæði
náttúru- og menningarleg gerð þess og ásýnd, er auðind sem með hæfilegu hugviti
getur grundvallað íjölbreytilega iðju. Haldi efhahagur þjóðarinnar áfram að batna má
reikna með að þarfír einstaklinga og hópa samfélagsins verði æ fjölbreyttari, ekki síst
þær sem snúa að upplifún, sjálfsþroska og staðfestu í hringiðu heimsins.
Landbúnaðurinn getur mætt mjög mörgum þessara þarfa.
I nútíma samfélagi eru ekki lögð bönd til baga á gerðir einstaklinganna. Hvað
landbúnað snertir er hveijum fijálst að búa við það sem hann kýs, innan almennra laga
og reglna - og að svala þannig eigin þörfúm. Lögmál markaðarins ráða því hins vegar
hvort þær fara saman við þarfír samfélagsins. I þeim mæli sem samfélagið tekur
skipulags- og fjárhagslcgan þátt í framleiðslunni er það samfélagsins að móta, kynna
og halda ffarn kröfúm sínum. Bændanna og landbúnaðarins er síðan að mæta
kröfúnum eftir vilja og getu. Framleiðsla á öðrum forsendum hlýtur fyrr en seinna að
bresta tilgang og grundvöll.
Um leið og búgreinar ffumþarfanna mæta kalli tímans um hagræðingu í hvívetna
skapa þær rými í fjármunum, vinnuafli og umhverfi, og um leið þörf fyrir að öðrum
sviðum landnota, beinna og óbeinna, sé sinnt með framleiðslu „nýrra” afúrða og
þjónustu. Þannig verður landbúnaðurinn samofinn þáttur fjölbreyttrar byggðaþróunar
en ekki aðeins tilviljanakenndar og hopandi leifar af því, sem var, annars vegar, og
kjöt-, mjólkur- og/eða grænmetisverksmiðjur hins vegar.
Um margt kallar þessi sýn á breytt viðhorf bænda sem og stoðkerfis þeirra í
rannsóknum, menntun og ráðgjöf, enda komi til atbeini stjómvalda á gmndvelli eigin
yfirlýsinga og samþykkta.
45