Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 125
búsins miðað við hveija þeirra þriggja ieiða sem skoðaðar eru. Áður hafa verið raktar
forsendur varðandi heildarfjáríjölda, en skipting í ær, lambgimbrar og hrúta er nokkum
veginn sú sama í öllum tilvikum. Verðmæti sláturlamba er reiknað í líkaninu út frá
sláturtíma, gæðaflokkun og öðmm forsendum sem nánar er lýst í grein í sauðfjárblaði Freys
haustið 2004 (Jóhannes Sveinbjömsson 2004). Gæðaflokkun dilkanna byggir á tölum frá
Hestbúinu haustið 2003, og má því gera ráð fyrir að verðmæti lambanna reiknist töluvert
hærra en það mundi gera á meðalbúinu. Gæðaflokkunin er í líkaninu háð fallþunga, þannig
að með vaxandi fallþunga batnar gerð en fita eykst jafnframt. Inn í tekjuliðinn „verðmæti
sláturlamba“ koma allar greiðslur sem stýrast af fallþunga og flokkun lambanna. Þama
hafa því áhrif innanlandsverð, útflutningsverð og útflutningsskylda, álagsgreiðslur
markaðsráðs og sláturleyfishafa utan hefðbundinnar sláturtíðar, sem og álagsgreiðslur
vegna gæðastýringar sem hér er reiknað með að séu 60 kr/kg fyrir þá gæðaflokka sem sú
greiðsla kemur á. Ekki er reiknað með neinum jöfnunargreiðslum, en gert er ráð fyrir að
beingreiðslur búsins séu kr. 2.000.000.- óháð því hver leiðanna þriggja er valin. Gert er ráð
fyrir að tekjur af ull séu 750 kr. á vetrarfóðraða kind og 400 kr. fyrir hvert páskalamb.
Þá að kostnaðarliðunum. Breytilegur kostnaður við heyöflun er skv. útreikningum
Hagþjónustu landbúnaðarins (2004), 7,31 kr/FEm. Reiknað er með að kjamfóðurkílóið
kosti 35 kr. Breytilegur kostnaður við kálrækt er áætlaður 20.000 kr/ha og reiknað er með
að 10 ha kálakur þurfi fyrir 597 lömb í 6 vikur, sbr. leið C. Lyfjakostnaður er áætlaður 150
kr/vetrarfóðraða kind og 50 kr. á lamb að vori. Fyrir þau lömb í leið C sem alin em fram í
nóvember og til páska er reiknað með kostnaði við ormalyf upp á 30 kr. á lamb og geldingu
150 kr. á hvert hrútlamb. Reiknað er með aðkeyptum rúningi uppá 250 kr. á hveija
vetrarfóðraða kind, að fjármerki kosti 40 kr sfykkið, og að eitt sfykki fari í hvert vorlamb og
hvem ásettan gemling. Reiknað er með að flutningur að sláturhúsi kosti 8 kr/kg fallþunga.
Viðhald búvéla og rekstur annar en við fóðuröflun em háðir bústærð í líkaninu, en aðrar
rekstrarvömr og aðkeypt þjónusta ekki.
Samkvæmt þessum samanburði er mesta framlegð af leið C, þar sem leitast er við að auka
fallþunga á léttari hluta lambanna með bötun og að slátra á þeim tímum þegar verð er
hærra. í þessu tilviki er þetta gert án þess að hafa þurfi fé á húsi alltof lengi að vorinu. Við
ætlum hins vegar að láta bíða betri tíma að ræða niðurstöður sem þessar í þaula og vömm
við oftúlkun, af ástæðum sem að framan vora tilgreindar.
Verkefni framundan
Nú er í undirbúningi ný verkáætlun fyrir tilraunir og verkefni í sauðfjárrækt sem taki við af
þeirri áætlun sem hér hefur verið rakin. Akveðið hefur verið að taka saman niðurstöður
stærstu tilraunaflokkanna og setja saman í heildstætt kennslu- og ffæðsluefni til notkunar í
kennslu við LBHÍ og á námskeiðum fyrir bændur. Á sama hátt þarf að gera heildstætt
yfirlit um gæðamælingar á kjöti úr öllum tilraununum. Einnig er fyrirhugað að ganga
betur ffá rekstrarlíkaninu og koma því á notendavænt form. Hugmyndir um ný verkefhi em
ekki fullmótaðar en m.a. er rætt um að kanna orsakir vanhalda á unglömbum, rannsaka
nánar erfðir fitu- og vöðvasöfhunareiginleika í sauðfé og rannsaka áhrif sérstakra
fijósemiserfðavísa í íslensku fé. Eins og verið hefur verður leitast við að tengja
námsverkefni háskólanema í búvísindum sem mest inn á verkefni sem em í gangi hveiju
123