Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 122
Frekari niðurstöður tilraunarinnar verða birtar síðar en samkvæmt þessari
bráðabirgðaúrvinnslu virðist mega álykta að útifóðrunin hafí gefið svipaða niðurstöðu og
innifóðrunin, þrátt fyrir að veður á tilraunatímanum væri ffemur óhagstætt.
Gœðamat á kjöti
I öllum tilraununum á Hesti voru tekin kjötsýni úr hryggvöðva tii mælinga á gæðaþáttum
og skynmats. Mælingar tóku til kjötlitar, seigju (kraftur sem þarf til að skera í sundur 10
mm þykkan bita) og vatnsheldni. Skynmatið, sem ffamkvæmt er af þjálfuðum dómurum á
Rannsóknastofhun fiskiðnaðarins, tekur m.a. til lyktar, bragðs, meymi og safa í kjötinu.
Þessum mælingum er ekki öllum lokið og heildaruppgjör hefur ekki farið ffam. Fyrstu
niðurstöður benda ekki til marktækra áhrifa af tilraunameðferðunum á gæðaþættina og em
gæði kjötsins almennt í góðu lagi (Guðjón Þorkelsson, óbirtar niðurstöður).
Að síðustu er rétt að nefna tilraun sem hófst nú í janúar í samstarfi við Þórarinn Lámsson
hjá Búnaðarsambandi Austurlands og fellur undir þennan tilraunaflokk. Markmið þeirrar
tilraunar er að meta gildi heyköggla sem eldisfóðurs fyrir sláturlömb að vetri. Þar em gelt
hrútlömb fóðmð á þurrheyi annars vegar og heykögglum úr sama heyi hins vegar.
Áformað er að fóðra iömbin ffam í mars og slátra fyrir páska.
Rekstrarlíkan fyrir sauðfjárbú
í nýlegri grein í Frey (Jóhannes Sveinbjömsson, 2004) var sagt aðeins ffá þessu verkefni, er
snýst um að þróa reiknilíkan sem tekur tillit til sem flestra af þeim þáttum er meginmáli
skipta varðandi rekstur sauðfjárbús. Hér verður ekki fjallað um einstaka þætti líkansins en
hins vegar tekið dæmi um notkunarmöguleika. I þessu dæmi em bomar saman tvær leiðir
til að nýta umffam húspláss og fóðuröflunarmöguleika. Varðandi gmnnbústærð, flokkun
lamba og fleiri forsendur er stuðst lauslega við tölur frá Hestbúinu, en að öðm leyti er þetta
bú uppskáldað. Varðandi kostnaðarforsendur er stuðst við tölur ffá Hagþjónustu
landbúnaðarins. Það reiknilíkan sem er notað er ekki endanleg útgáfa. Reiknilíkanið
vinnur fóðuráætlun fyrir búið sem tekur mið af fjölda fjár í hverjum fóðmnarflokki (ær,
gemlingar) og fóðurþörfum á mismunandi fóðmnartímabilum, sem ákvarðast ekki síst af
burðartíma.
Stærð búsins er 500 ær, 125 lambgimbrar og 25 hrútar. Það rými sem bóndinn á þessu
ímyndaða búi nýtir í dag sem fjárhús er um 650 fermetrar, eða um 1 m2 á hverja
vetrarfóðraða kind. Þetta rými er hæfilegt miðað við að allt fé beri á húsi og sé inni í 4-7
daga eftir burð, sem er í hámarki um 20. maí. Bóndinn á 200 m2 stálgrindahús sem hann
nýtti sem hlöðu lengst af en nú hefur rúllutæknin tekið völdin og þama er ekki þörf á að
geyma rúllur inni nema í mesta lagi vikugjöf i senn. Möguleikar til aukinnar heyöflunar eru
góðir þar sem bóndanum bjóðast ágæt tún á næstu bæjum án annars endurgjalds en að halda
þeim í góðri rækt.
Spumingin sem bóndinn spyr sig er: Á ég að nýta þetta fymi með því að:
A) fjölga fénu um 200, halda sama burðartíma (20.maí) og slátra öllu um 20. sept?
B) halda sama fjárfjölda, flýta burði um mánuð (til 20. apríl) og slátra öllu um 20. ágúst?
C) fjölga fénu um 100, flýta burði aðeins um hálfan mánuð (5. maí), og dreifa slátruninni
meira?
Leið B felur í sér að aukaplássið mundi nýtast til allt fé gæti verið á húsi í 4 vikur eftir
burðinn, og markmiðið væri að meðalvaxtarhraði lambanna væri svipaður (280 g/dag) frá
120