Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 140
Mælingar á rúmþyngd, loftrýmd og vatnsheldni jarðvegs 2002
Grófasti hluti holurýmis breytist við minnsta hnjask. Því er leitast við að taka óröskuð
sýni sem varðveita byggingu jarðvegsins. Þau voru tekin í hólka sem eru 5 sm á hæð
og 90,5 sm3. í akri voru sýni tekin úr 3-8 og 13-18 sm dýpt og í túni úr 3-8, 10-15 og
17-22 sm dýpt (20-25 á Korpu). í hverri sléttu voru valdir þrír sýnitökublettir (um
10x10 m) með um 10 m bili. Ein hola var grafrn og þrír hólkar með um 10 sm bili
teknir úr hverri dýpt, þ.e. níu hólkar alls úr hverri dýpt. Sýni voru tekin 20. júní 2002 í
Miðgerði, 21. júní í Vindheimum og 10. júlí á Korpu. í Miðgerði hafði ekki verið sáð
í 13 ára akur. Helstu niðurstöður eru í 1. töflu og niðurstöður úr 6-7 ára akri eru á 1.
mynd. Rúmþyngd er sýnd sem g/100 sm3 í stað g/sm3. Mælingar á holurými og
vatnsheldni voru gerðar með því að vigta hólkana vamsmettaða, vatnið látið síga af
með því að lækka yfirborð vatns í samgangskeri í (10), 30, 100 og 150 sm og vigta
þegar jafnvægi er náð. Loks var þurrkað við 100-105°C, vigtað, jarðvegurinn mulinn,
möl sigtuð frá og vegin.
í 2. töflu er skekkja mismunar á meðaltölum í ólíkri dýpt í sömu sléttu, frítölur 8.
Skekkja rúmþyngdar er mjög mikil, einkum í Vindheimum. Hólkamir voru mjög
misjafnir og einstök gildi skám sig jafnvel svo mikið úr að telja verður afbrigðileg.
Afbrigðilegast er gildi úr 3-8 sm í 6 ára akri í Vindheimum sem er 44 g/100 sm3. Ef
því er sleppt hækkar rúmþyngdin úr 93,5 í 101. Líklegasta skýringin er sú að enn
finnist leifar af gróðurtorfúm, t.d. mosaþúfúr, sem ekki hafa blandast jarðveginum þótt
landið hafi verið plægt sex sinnum. Holurými mældist 82,6% í þessu sýni, sem er
mjög hátt miðað við það sem gerist í Vindheimum, og vatnsrýmdin 69,8%. Léleg
fylling hólksins við sýnatöku kemur því ekki til greina sem skýring.
Visnunarmörk em ekki háð grófbyggingu jarðvegs heldur ráðast þau einkum af
yfirborðseiginleikum jarðvegs, þeim sömu og ráða t.d. jónrýmd, og fínbyggingu
jarðvegs. Þau vom mæld á sýnum sem vom tekin milli hólkanna sem óröskuð sýni
vom tekin í. Þau vom ekki þurrkuð en möl >2 mm og rætur sigtaðar frá. Sem svarar
3-10 g af þurrum jarðvegi var bleytt, sett í sérstök ílát og raðað á keramikplötu,
nýtanlegu vam þrýst út með 15 loftþ. yfirþrýstingi og vatn í jarðvegi mælt með því að
vigta og þurrka við 100-105°C. Jafnan vom gerðar tvær mælingar á sama sýni. Sama
aðferð var notuð til að mæla við 1, 3 og 10 loftþ.
Mæling visnunarmarka reyndist ekki vel áreiðanleg, hvað sem veldur. Fyrst vom
sýnin ekki höfð nógu lengi í þrýstipottinum og vom mælingar því endurteknar, en ein
og ein mæling gaf óeðlilega háa niðurstöðu. Vegna þessarar óvissu var nokkmm
mælingum sleppt og visnunarmörk reiknuð sameiginlega í báðum dýptum í akri, en í
túni var ýmist efsta eða neðsta dýptin frábmgðin hinum. I 1. töflu em visnunarmörkin
umreiknuð í prósent af rúmmáli. Til þess er notuð rúmþyngd hólkanna og einnig þarf
að taka með í reikninginn þá möl sem var í hólkunum því að hún er sigtuð frá áður
visnunarmörk em fúndin. Mest var möl í 2 ára akri á Korpu, um 7%, og 27-36% með
vaxandi dýpt í túni á Korpu, en annars staðar mest 3%. Mismunur á visnunarmörkum
eftir dýpt endurspeglar því fyrst og fremst mismunandi rúmþyngd.
Vatn við sýnitöku var ekki mælt í þeim hólkum sem fyrst vom teknir til mælingar. í
túninu í Ysta-Gerði (Miðgerði) var það ekki langt undir vatnsrýmd (pF 2), einkum í
neðstu sýnunum, en á Korpu hafði gengið töluvert á vatnsforðann í undangengnum
þurrkum. í Vindheimum var vam hins vegar yfir vatnsrýmd og er það til marks um að
þar sé grunnvatn í minna en 100 sm dýpt. Austar í komræktarlandinu, þar sem kom-
tilraunir hafa verið, mun vera dýpra á grunnvatn.
138