Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 38
Mat á ofangreindum hér á landi byggist í flestum tilfellum á notkun margfbldunar-stuðla
sem gefnir eru upp í leiðbeiningum fyrir skýrsluhaldið. Losun er þá umreiknuð út frá
fjölda búfjár, áburðamotkun eða hektumm lands. Heildarlosun sem talin var ffarn vegna
landbúnaðar árið 2002 vegna þessara þátta var 12,27 Gg CH4 og 0,79 Gg N2O og er þá
vantalin losun N2O vegna ræktunar sem á sér stað á líffænum jarðvegi (7500 ha) sem
mundi, ef notaðir em viðeigandi margfoldunarstuðlar, hækka losun um 0.1 Gg N20.
Þessi losun er ígildi 503 Gg C02 eða 532 Gg ef vantalið N20 er talið með. Af þessari
losun er 44% vegna gerjunar í meltingarfæmm búijár, 9 % vegna geymslu og
meðhöndlunar búfjáráburðar og 47% vegna losunar úr ræktunaijarðvegi.
Losun vegna landnýtingar.
Allt ffá því að fundur aðildarríkja rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna var haldinn í
Kyoto og Kyoto-bókunin var samþykkt hefur mikil umræða staðið um með hvaða hætti
skuli ffamkvæma ákvæði bókunarinnar. Stór hluti þeirrar umræðu hefur snúist um þann
hluta sem lýtur að landnotkun og breytingum á landnotkun. Ráðgjafastofnun
loftslagssamningsins (IPCC) hefur útbúið leiðbeiningar um hvemig æskilegt sé að standa
að skráningu og skýrslugjöf og hafa þessar leiðbeiningar tekið miklum stakkaskiptum að
undanfomu fyrir landnotkunarhluta skýrslugjafarinnar. Skýrslugerð til samningsins fyrir
þennan þátt er miklu mun ítarlegri en hingað til hefur verið farið ffam á. Þörfin á
upplýsingum og skráningu þeirra hefur að sama skapi aukist vemlega.
Ahrif landnýtingarinnar á losun gróðurhúsalofttegunda em metin í tvennu lagi. í fyrsta
lagi em þau metin fyrir land sem er áffam í óbreyttri notkun og í öðm lagi fyrir breytingar
á landnotkun. Landnotkunarflokkar em að lágmarki sex samkvæmt leiðbeiningum IPCC;
þ.e. skóglendi, graslendi, ræktarland, votlendi, búsetuland og annað land. í flestum
tilvikum þarf fyrir hvem flokk, árlega, að gera grein fyrir breytingum á kolefhisforða,
losun metans og hláturgass og breytingum á þeirri losun við breytta landnotkun.
Kolefnisforði hvers flokks er margþættur (t.d. ofanjarðar lífmassi, neðanjarðar Iifmassi,
sóp (litter), líffænt efni í jarðvegi o.fl.) og þarf að meta hveija einingu út af fyrir sig.
Breytt landnotkun getur haft áhrif á alla þessa þætti og áhrifm geta verið lengi að koma
ffam.
Þessar auknu kröfur um upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda kalla á aukna
skráningu á landnotkun og breytingar á henni en einnig verður nauðsynlegt fyrir okkur að
afla ítarlegri gagna um áhrif landnotkunar hér á landi á losun gróðurhúsalofttegunda. Til
að geta staðið við skuldbindingar okkar gagnvart rammasamningi SÞ þurfum við að koma
á legg gagnagmnni um landnotkun. Sá gmnnur þarf að ná yfir landið allt og geta haldið
utan um þá landnýtingarflokka og breytingar á þeim sem nauðsynlegir em vegna
skýrsluhalds fyrir samninginn. Þessar auknu kröfur fela einnig í sér tækifæri því slíkur
grannur getur verið afar gagnlegur til að skipuleggja landnýtingu með þeim hætti sem
gefur okkur hvað mestan arð án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að nýta
landið né ganga á þær auðlindir sem í því felast. Með slíkum gmnni fengist í fyrsta sinn
heildstæð yfirsýn um landnotkun og öll skipulagsvinna og önnur ákvarðanataka um
landnotkun ætti því að geta orðið markvissari en hún er í dag. Á Rannsóknastofhun
landbúnaðarins (nú Landbúnaðarháskóla íslands) hefur um nokkurra ára skeið verið
unnið að gerð gangagmnns (Nytjaland) um ástand og gróðurfar lands. Sá gmnnur hentar
að mörgu leyti vel til að byggja ofan á grunn um landnýtingu og breytingar á henni.
36
1