Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 23
Horft um öxl
Rannsóknir á kolefnisbindingu
Talsverðar rannsóknir hafa nú þegar farið fram á kolefnishringrás skógræktarsvæða á
íslandi. Slíkar rannsóknir hófust árið 1994 í Tilraunaskóginum í Gunnarsholti í
samstarfí íslenskra og erlendra vísindamanna (t.d. Bergh o.íl. 2003, Bjami D.
Sigurdsson 2001, Valentini o.fl. 2000). Þær rannsóknir leiddu meðal annars í ljós að
einn hektari 10 ára asparskógar batt um 3,7 tonn af CO2 á ári og að mestur hluti
þeirrar bindingar átti sér stað í jarðvegi en ekki í viði tijánna.
Arið 1997 hleyptu íslensk stjómvöld af stokkunum átaksverkefiii til að auka bindingu
kolefnis með skógrækt og landgræðslu þar sem rannsóknir á kolefnisbindingu vom
sérstaklega styrktar. Til að meta meðal árlega kolefnisbindingu vom gerðar
uppskemmælingar og kolefni mælt í jarðvegi á landgræðslu- og skógræktarsvæðum
og sambærilegu landi í næsta nágrenni sem ekki hafði verið tekið til landgræðslu eða
skógræktar. Amór Snorrason o.fl. (2002) gátu helstu niðurstaðna skógræktarhluta
þessara rannsókna. Þar kom frarn að hver hektari af 30-40 ára lerkiskógi á Austur- og
Norðurlandi hafði bundið 9,2-12,8 tonn af CO2 á ári ffá gróðursetningu. Sambærilegar
tölur fyrir birki- og sitkagreniskóg á Suðurlandi var um 3,7 tonn og 12,8 tonn á ári.
Kolefnisbókhald
Til að meta kolefnisbindingu á landsvísu er ekki nóg að vita hve mikið kolefhi binst
að meðaltali í hveijum hektara skógar, heldur þarf einnig upplýsingar um flatarmál
skógræktarsvæða. Slík landfræðileg gögn hafa til þessa ekki legið fyrir um alla
ræktaða skóga Islands. Hinsvegar hefur ávallt verið haldið saman traustum
upplýsingum um fjölda skógarplantna sem gróðursettar hafa verið á hveiju ári. Fyrsta
tilraun til að meta kolefhisbindingu skógræktar og landgræðslu frá og með 1990 á
landsvísu var gerð af Bjama D. Sigurðssyni og Amóri Snorrasyni (2000) með því að
gefa sér ákveðnar forsendur um bindihraða og þéttleika og afföll skógarplantna. Þeir
komust að þvi að árið 1999 var kolefnisbinding þessara aðgerða samanlagt um 5% af
losun íslands árið 1990. Helstu veikleikar þessa mats fyrir kolefnisbindingu með
skógrækt vom að ekki lágu fýrir traustar upplýsingar um flatarmál ræktaðra skóga.
Arið 2001 hóf því Mógilsá undirbúning að úttekt á öllum skóglendum landsins, með
áherslu á nýskógrækt ffá og með 1990. Það verkefni hlaut nafnið íslensk skógarúttekt
Staðan í dag
Alþjóðareglur
Kyoto-samningurinn leggur öllum aðildarrikum sínum þær skyldur á herðar að halda
nettó-C02-losun sinni innan fyrirffam ákveðinna marka miðað við losun árisins 1990.
Samkvæmt samningnum má ísland auka nettó-losun sína um 10% á
viðmiðunartímabilinu 2008-2012. Til að meta árlega nettó-losun þarf að taka tillit til
kolefnisbindingar vegna nýskógræktar (eftir 1989) og kolefnislosunar vegna
skógareyðingar, auk hefðbundinnar losunar vegna bmna jarðefnaeldsneytis og frá
iðnaði. Að auki geta ríki ákveðið að taka tillit til ljögurra annarra aðgerða sem geta
leitt til kolefnisbindingar, þ.e. umhirðu eldri skóga, landgræðslu, beitarstjómunar og
breytinga í akuryrkju. íslensk stjómvöld hafa ákveðið að taka aðeins tillit til
landgræðslu af þessum valkostum (Umhverfísráðuneytið 2003).
21