Fræðaþing landbúnaðarins - 04.02.2005, Blaðsíða 244
og um rekstur gistingar að þetta er sýnd veiði en ekki gefm. Staðreyndin er að
fjárhagsleg afkoma margra fyrirtækja í þessum atvinnugreinum hefur ekki verið
ásættanleg á liðnum árum. Þannig má nefna að uppsafnað tap hvalaskoðunar-
fyrirtækjanna á árunum 1999-2002 var 87.616.296 kr. Einnig má nefna að hagnaður
(hagnaður í hlutfalli aftekjum) af reglulegri starfsemi hótel- og veitingahúsarekstrar í
landinu mældist + 0,3% samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2002. Af þessu má
vera ljóst að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja er ekki alltaf dans á rósum.
Bændum, sem hafa áhuga á að ráðast í ferðaþjónustu af einhveijum toga stendur til
boða víðfermt ráðgjafanet og aðstoð við fjárrnögnun í mörgum tilvikum. Helstu
ráðgjafaaðilar á þessu sviði em fagaðilamir, atvinnuþróunarfélögin, ferðamálafulltrúar
og bændasamtökin gegnum héraðsráðunauta og verkefnið ”sóknarfæri til sveita” sem
er aðgengilegt gegnum eigin heimasíðu innan http://www.bondi.is. Áhugasömum
bændum er eindregið bent á að nýta þessa heimasíðu því þar má finna gagnlegar
upplýsingar um hvemig menn geta framkvæmt eigin styrkleikagreiningu, hvaða
möguleikar em til (hugmyndabanki) og hvar ráð upplýsingar og fjármagn er að fmna.
Það er erfitt að gefa heildaryfirlit yfir stoðkerfið í stuttu máli en helstu fyrirgreiðslu-
möguleikar þeirra frumkvöðla sem vilja ráðast í ferðaþjónustu em allt eftir atvikum
hveiju sinni gegnum Framleiðnisjóð, Smáverkefnasjóð, Byggðastofhun, Atvinnumál
kvenna (Jóhönnusjóður), Pokasjóð, Safnasjóð, IMPRU, og alþjóðlega sjóði. Af
þessum stuðningsaðilum þá em Framleiðnisjóður og Smáverkefnasjóður nærtækastir
fyrir bændur því þetta em sjóðir eingöngu ætlaðir bændum landsins. Framleiðnisjóður
úthlutar styrkjum til bænda sem ráðast í ferðaþjónustu sem lið í búháttabreytingum.
Greining á úthlutunum Framleiðnisjóðs sýnir að sjóðurinn hefúr síðustu fjögur ár
úthlutað á bilinu 33... 63 miljónum árlega til ferðaþjónustuverkefna. Hlutfallslegt
vægi þessara úthlutana verið á bilinu 14...25% heildarúthlutana sjóðsins.
Smáverkefnasjóður veitir hinsvegar einkum styrki til handverks og smærri verkefna.
Af öðmm veigamiklum styrktaraðilum sem styðja við ferðaþjónustuaðila má t.d.
nefha Ferðamálaráð, sem varði 40 miljónum á árinu 2004 til verkefna við fjölsótta
ferðamannastaði, göngustíga, merkingar, o.fl. Einnig má nefha Safnasjóð sem
úthlutaði 51,6 miljón til hinna mörgu safha landsins á árinu 2003.
Loks skal nefnt að íslendingar em þátttakendur í fjölþjóðlegu samstarfi og gegnum
það hafa þeir aðgengi að fjölþjóðlegu stoðkerfi þ.m.t. norrænum og evrópskum
styrkjum. íslenskir ferðaþjónustuaðilar em og hafa verið þátttakendur í nokkmm
fjölþjóðlegum verkefnum gegnum þessa sjóði á liðnum ámm.
Tækifærið gríptu greitt,
giftu mun það skapa,
jámið skaltu hamra heitt,
að hika er sama og tapa.
(Steingrímur Thorsteinsson)
242