Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 9
Gissur O. Erlingsson Ur ruslakistunni Bemskuminningar frá Borgarfirði r byrjun tuttugustu aldar skildi Borgar- ijarðarhreppur í Norður-Múlasýslu milli Utmannasveitar á Héraði og Loð- mundarfjarðar. Nú, á þessum flóttatímum frá dreifbýli til þéttbýlis, hefur mannabyggð lagst niður í Loðmundarfirði og víkunum milli hans og Borgarijarðar, en refur og minkur sest þar að búi og nytjar bjargfugl og annað fiðurfé, auk þess sem ár og lækir gefa af sér ýmislegt góðgæti í svanga minka- og rebbamaga. Loðmundarijörður var lagður undir Borgarijarðarhrepp þegar svo fættaðist um mannfólk þar að hreppsnefnd varð ekki fullskipuð, svo mörkin eru nú við Utmannasveit að norðan, eða þó öllu heldur vestan, og Seyðisijörð að sunnan. Þegar ég leit fyrst dagsins ljós, í Brúnavík, næstu vík sunnan ijarðarins, á vorjafndægri 1909, voru í byggð þær víkur sem til hreppsins teljast að Hvalvík og Álftavík undanskildum, og hélst svo að mestu framundir ntiðja öldina. Síðan hafa íbúarnir verið að smáreitast af þessum víkum, uns nú ríkir þar kyrrðin ein, aðeins roftn af tófugaggi og krunki hrafna, og í eggtíðinni af bjargfuglakliði, rjúpukarraropi og öðru fuglahjali. Og ekki má gleyma jarrni sauðkinda í sumarhögum - nema þegar fjárlaust er vegna niðurskurðar af völdum gamaveiki, mæðuveiki, riðuveiki eða annarra hremminga sem tíðum leggjast á þessa dýrategund. Þá em hreindýr og tekin að gera sig þar heimakomin á síðustu árum eða áratugum. Á fyrstu árum aldarinnar bjuggu í Brúnavík hjónin Filippus Stefánsson silfur- smiður og Þórunn Gísladóttir ljósmóðir og grasakona ásamt sonum sínum þeim Stefáni, Erlingi og Sigurði, flutt þangað austur úr landþrengslum og óáran í Skaftafellssýslum, en Gissur sonur þeirra hafði er hér var komið sögu lokið námi í vélsmíði og var fluttur í aðrar sóknir. Systurnar voru um þetta bil allar giftar og brottfluttar, Regína búsett á Jökulsá í Borgarfirði en Geirlaug á Ormstöðum í Breiðdal. Guðrún giftist Einari Sveini Þorsteinssyni frá Gilsárvöllum, bróðursyni Stefaníu ömmu, en hálfsystursyni Jóns afa, og reistu þau bú á Bakkagerði, en tluttust þaðan að Vestdalseyri í Seyðisfirði. Jóhanna, yngsta systirin, giftist norskum manni, Ole Styff, og bjuggu þau á Glettinganesi þar til hann andaðist árið 1917, eftir ellefu ára sambúð þeirra hjóna, firá konu og tveim ungum sonum, Gísla og Thór. Filippus andaðist í Brúnavík í ársbyrjun 1909, á sjötugasta aldursári, og náði því ekki að sjá þennan nýja sonarson sinn, og hefði raunar ekki lengra líf dugað til, þar sem hann hafði misst sjónina nokkrum árum áður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.