Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 11
Úr ruslakistunni
bakaði gómsætt flatbrauð. Sat hún þá á
skemli framanvið þær, lagði úttlatt deigið á
glóðina og blakaði yfir því tréspjaldi, dökku
af sóti langrar notkunar, og mun það hafa
verið nálega fet á lengd en nokkru minna á
breiddina. Fannst mér sem spjald þetta hlyti
að vera gætt einhverskonar töfrum sem
tryggðu góðan bakstur og ekki mundu
önnur spjöld svipaðrar lögunar duga til
slíks. Enn er mér í munni bragðið af þessum
glóðarbökuðu flatkökum með smjöri nýju
úr strokknum senr strokið var með
þumalfingri á þær heitar.
Mér er í þokukenndu barnsminni þegar
Jón smiður Bjarnason frá Klúku í
Fljaltastaðarþinghá, mágur Guðnýjar systur
Stefaníu ömmu minnar, vann að smíði nýju
baðstofunnar, og ef rétt er munað, hlýtur
það að hafa verið sumarið 1912, áður en
foreldrar mínir fluttu til Vestmannaeyja, og
ég á ljórða ári. Mig órar að hafa setið
flötum beinum á gólfinu (á tungu móður-
foreldra minna „pallinum“ að gamalli
málvenju frá fjós- og þrepbaðstofum), með
áhald á milli hnjánna sem ég man ekki betur
en á þessum árum hafi kallast „húsvans“,
sennilega afbökun úr þýsku nafni þessa
tækis, „Fuchsschwanz“ (tófuskott) til
aðgreiningar frá grindasögum sem þá voru
mikið notaðar en sjást nú sjaldan, og var að
reyna að naga sundur spýtu.
Gilsárvellir var vildisjörð, vel í miðja
sveit sett og gróðurlendi mikið og gott um
dalinn þveran, og var varla unnt að komast
enda á milli í honum nema um land
Gilsárvalla. Þar er landslag stórbrotið og
fagurt með hin tröllauknu Dyrfjöll að baki,
að nokkru hulin nálægari hæða- eða
fjallsbrúnum, en að framan, til austurs
blasir við Staðarfjall foldgnátt yfir grösugu
sléttlendi handan Fjarðarár og Þverár og er
þar mikil litadýrð gróðurs og bergs til
Erlingur og Stefán Filippussynir. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Jón Bjarnason smiður frá Klúku i Hjalta-
staðarþinghá. Eigandi myndar: Ljós-
myndasafn Austurlands.
9