Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 13
Úr ruslakistunni Morðið á Franz Ferdínand ríkisarfa Austurríkis í lok júnímánaðar þetta ár var sú tinna sem sló neista í tundrið sem á næstu vikum fór báli og brandi um Evrópu og síðan heiminn allan. Stríðsuggurinn breiddist út um lönd og álfur og barst meira að segja alla leið til Vestmannaeyja. Kristín hafði aldrei fest yndi í Eyjum, og nú fylltu vátíðindin utan úr heimi mælinn. Flver vissi nema þau mundu með beinum hætti snerta eyjarnar og jafnvel loka leiðum þangað og þaðan? Hún tók sér fari með Sterling gamla austur til Seyðisijarðar með strákana ijóra, þann yngsta óskírðan, og birtist öllum óvænt austur á Borgarfírði. Nú var úr vöndu að ráða, því ekki þótti vænlegt að setjast upp með allan hópinn á Gilsárvöllum, en betur fór en á horfðist. Sigurbjörg Ólafsdóttir, móðursystir Kristín- ar, þá orðin ekkja, átti lítið hús á Bakka- gerði. Hús þetta Garður, í daglegu tali Jónatanshús eftir sambýlismanni hennar Jónatan Jónatanssyni, stóð autt að hluta og þar fengu þau Erlingur og Kristín inni með okkur strákana. Systumar dvöldu áfram þar sem þær voru komnar, Stefanía hjá ömmu sinni og nöfnu á Gilsárvöllum, Gunnþórunn hjá Sveinu systur í Höfn og Magnúsi manni hennar ásamt börnum þeirra, Þorsteini, Jóni og Stefaníu. Bakkagerðisárin Fljótlega eftir að fjölskyldan var flutt inn í Jónatanshús varð Erlingur sér úti um bát, fjögra manna far, og reri honum til fískjar við annan mann. Eitthvað mun bátur þessi hafa verið farinn að fella af, því ég minnist þess að hann var allur skellóttur þar sem ný borð höfðu verið felld inn í byrðinginn og ekki hafði verió tjargað yfir. Meðfram sjóróðrunum stundaði Erlingur heyskap á Gilsárvöllum og smíðar, m. a. fyrir Sameinuðu verslanirnar, en þær gerðu Magnús Þorsteinsson og Sveinbjörg Jónsdóttir Höfn. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austur- lands. þarna út lítinn mótorbát sem manna á milli var oftast nefndur Sameinaði tittlingurinn. Þótti gott að geta leitað til Erlings þegar eitthvað fór úrskeiðis með vélina, enda fátt um kunnáttumenn til að halda henni gangandi. Á Bakkagerði bjó fjölskyldan frá hausti 1914 til jafnlengdar 1916. Þorpið var á þeim tímum dæmigert sjávarþorp þar sem íbúarnir stunduðu jöfnum höndum sjóinn og nokkurn sjálfsþurftarbúskap. í landi Óss, sem eins og nafnið bendir til var við ós Fjarðarár þar sem hún fellur til sjávar skammt austan þorpsins, höfðu á þessum árum nokkrir Færeyingar uppsátur, og áttu þorpsbúar við þá vinsamleg sam- skipti, og meðal annarra stráka við bræður, sem fengum hjá þeim öngultaumalínu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.