Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 20
Múlaþing Þegar dag tók að lengja og sól að hækka á lofti, var farið að hyggja að amboðum fyrir sumarið, tinda hrífuhausa, laga orf og bakka ljái. Þá var það fyrsta apríl um vorið að við Nonni bróðir fengum þá snjöllu hugmynd að láta Bjama, mann Fíu systur, hlaupa apríl. Voru þeir feðgar, hann og Nonni frændi, að dytta að amboðum í Gömlu- baðstofu. Fómm við bræður nú með hálfum huga fram til þeirra og sögðum Bjama að Fía systir vildi tala við hann. „Ha, hún Fía? Er það nú uppátæki. Hvað vill hún mér“? Það vissum við ekki. Við vorum orðnir smeykir. Bjami leggur frá sér brúnspónskubbann, sem hann var að kljúfa úr tinda með vasahníf, og röltir út göngin, en við bíðum átekta og segjum Jóni frænda hvemig er í pottinn búið. Honum leist heldur illa á þetta framtak okkar: „Nú flengir pabbi ykkur“. Litlu munaði að hann yrði sannspár. Eftir diykklanga stund kom Bjami faðir hans gustmikill inn göngin og gerir sig líklegan til að þrífa til okkar bræðra og veita okkur verðskuldaða ráðningu, en Nonni frændi gekk á milli og tókst að sefa karlinn svo við sluppum með skrekkinn. Annan hrekk unnum við þennan vetur, sýnu ótuktarlegri. Var það að kvöldi, eftir að myrkur var skollið á, og sá ekki handaskil í rangölum og skúmaskotum. Höfðum við pata af því að Nía systir okkar mundi eiga erindi útí fjós, og hugðumst sitja fyrir henni og gera henni bilt við. Innangengt var í fjósið eftir göngunum áleiðis að Gömlubaðstofu, úr þeim miðjum til vinstri eftir öðrum göngum, gegnum gamla eldhúsið sem áður var nefnt, framhjá brunnhúsinu sem var áfast því hægra megin og eldiviðarstíu í skoti til vinstri. Höfðum við bræður komið okkur fyrir í skotinu hjá stíunni og biðum átekta. Eftir nokkra bið í myrkrinu sjáum við að bjarmi af lýsiskolu færist inn göngin, en þann sem á henni hélt sáum við ekki, enda í hvarfi þaðan sem við stóðum. Þegar við heyrðum fótatakið nálgast enda ganganna stukkum við fram með ferlegu öskri og látum, kolan féll til jarðar, ljósið slokknaði, og mikið skelf- ingaróp kvað við. En það var ekki Nía systir, heldur Fía systir, sem stóð skelfingu lostin andspænis okkur í myrkrinu. Bragðið hafði borið tilætlaðan árangur, en bitnað á öðrum en til var stofnað. Refsing okkar fyrir þennan ótímabæra hrekk var ekki önnur en samviskubit sem entist okkur lengi. Það varð Fíu systur þung raun þegar Jón sonur hennar og kona hans slitu samvistir og Guðbjörg giftist Þorleifi Jónssyni, Jónssonar frá Klyppstað. Tók Þorleifur við búsforráðum á jarðarparti Jóns og Guðbjargar 1933 eða 34, en Jón fyrri maður hennar stóð upp fyrir honum, fluttist til Laufeyjar dóttur þeina á Bakkagerði og bjó þar síðan einhleypur. Þá var Fía systir orðin ekkja og ein eftirlifandi barna Jóns og Stefaníu á Gilsárvöllum. Eyddi hún síðustu æviárunum hjá Oddnýju Þorsteinsdóttur uppeldisdóttur sinni og manni hennar Sigvarði Benediktssyni bónda á Hofströnd við hlýju, ástúð og góða umönnun þeirra hjóna beggja. Saknaði hún mjög Gilsárvalla þar sem hún hafði alist upp og síðar staðið fyrir búi uns Guðbjörg tengdadóttir hennar hennar tók við forráðum innan stokks. Jón Bjamason var glaðlyndur maður og söngelskur, átti harmoniku. Mun hann hafa verið helsti skemmtikraftur sveitarinnar á æskuárum sínum, spilaði á dansleikjum og öðrum mannamótum, hvarvetna hrókur alls fagnaðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.