Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 20
Múlaþing
Þegar dag tók að lengja og sól að hækka
á lofti, var farið að hyggja að amboðum
fyrir sumarið, tinda hrífuhausa, laga orf og
bakka ljái.
Þá var það fyrsta apríl um vorið að við
Nonni bróðir fengum þá snjöllu hugmynd
að láta Bjama, mann Fíu systur, hlaupa
apríl. Voru þeir feðgar, hann og Nonni
frændi, að dytta að amboðum í Gömlu-
baðstofu. Fómm við bræður nú með hálfum
huga fram til þeirra og sögðum Bjama að
Fía systir vildi tala við hann.
„Ha, hún Fía? Er það nú uppátæki. Hvað
vill hún mér“? Það vissum við ekki. Við
vorum orðnir smeykir.
Bjami leggur frá sér brúnspónskubbann,
sem hann var að kljúfa úr tinda með
vasahníf, og röltir út göngin, en við bíðum
átekta og segjum Jóni frænda hvemig er í
pottinn búið. Honum leist heldur illa á þetta
framtak okkar: „Nú flengir pabbi ykkur“.
Litlu munaði að hann yrði sannspár.
Eftir diykklanga stund kom Bjami faðir
hans gustmikill inn göngin og gerir sig
líklegan til að þrífa til okkar bræðra og veita
okkur verðskuldaða ráðningu, en Nonni
frændi gekk á milli og tókst að sefa karlinn
svo við sluppum með skrekkinn.
Annan hrekk unnum við þennan vetur,
sýnu ótuktarlegri. Var það að kvöldi, eftir
að myrkur var skollið á, og sá ekki
handaskil í rangölum og skúmaskotum.
Höfðum við pata af því að Nía systir okkar
mundi eiga erindi útí fjós, og hugðumst
sitja fyrir henni og gera henni bilt við.
Innangengt var í fjósið eftir göngunum
áleiðis að Gömlubaðstofu, úr þeim miðjum
til vinstri eftir öðrum göngum, gegnum
gamla eldhúsið sem áður var nefnt, framhjá
brunnhúsinu sem var áfast því hægra megin
og eldiviðarstíu í skoti til vinstri. Höfðum
við bræður komið okkur fyrir í skotinu hjá
stíunni og biðum átekta. Eftir nokkra bið í
myrkrinu sjáum við að bjarmi af lýsiskolu
færist inn göngin, en þann sem á henni hélt
sáum við ekki, enda í hvarfi þaðan sem við
stóðum. Þegar við heyrðum fótatakið
nálgast enda ganganna stukkum við fram
með ferlegu öskri og látum, kolan féll til
jarðar, ljósið slokknaði, og mikið skelf-
ingaróp kvað við.
En það var ekki Nía systir, heldur Fía
systir, sem stóð skelfingu lostin andspænis
okkur í myrkrinu. Bragðið hafði borið
tilætlaðan árangur, en bitnað á öðrum en til
var stofnað.
Refsing okkar fyrir þennan ótímabæra
hrekk var ekki önnur en samviskubit sem
entist okkur lengi.
Það varð Fíu systur þung raun þegar Jón
sonur hennar og kona hans slitu samvistir
og Guðbjörg giftist Þorleifi Jónssyni,
Jónssonar frá Klyppstað. Tók Þorleifur við
búsforráðum á jarðarparti Jóns og
Guðbjargar 1933 eða 34, en Jón fyrri maður
hennar stóð upp fyrir honum, fluttist til
Laufeyjar dóttur þeina á Bakkagerði og bjó
þar síðan einhleypur. Þá var Fía systir orðin
ekkja og ein eftirlifandi barna Jóns og
Stefaníu á Gilsárvöllum. Eyddi hún síðustu
æviárunum hjá Oddnýju Þorsteinsdóttur
uppeldisdóttur sinni og manni hennar
Sigvarði Benediktssyni bónda á Hofströnd
við hlýju, ástúð og góða umönnun þeirra
hjóna beggja. Saknaði hún mjög Gilsárvalla
þar sem hún hafði alist upp og síðar staðið
fyrir búi uns Guðbjörg tengdadóttir hennar
hennar tók við forráðum innan stokks.
Jón Bjamason var glaðlyndur maður og
söngelskur, átti harmoniku. Mun hann hafa
verið helsti skemmtikraftur sveitarinnar á
æskuárum sínum, spilaði á dansleikjum og
öðrum mannamótum, hvarvetna hrókur alls
fagnaðar.