Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 30
Múlaþing
Ólafur Lárusson lœknir, Sylvia Guðmimdsdóttir
kona hans og dœtur þeirra. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
vinninganna í þessu „lotteríi“ en þeir voru:
orgel sem kostaði 150 krónur saumavél á 40
krónur og 2 ær á 20 krónur hvor. Gefnir
voru út 700 miðar sem seldir voru á 1 krónu
hver.
Þann 25. mars 1906 voru skuldir vegna
byggingar spítalans komnar í 693 krónur og
var þá ákveðið að taka lán að upphæð 1.500
krónur hjá Islandsbanka á Seyðisfírði. Um
það bil ári síðar, eða 14. mars 1907 var
byggingarkostnaðurinn kominn upp í kr.
15.196,32 og af því voru í skuld kr.
5.155,60. Þrátt fyrir styrk úr sýslusjóðunum
að upphæð kr. 1.600,00 voru samt eftir kr.
3.510,22 og bersýnilegt er að hreppar í
Fljótsdalslæknishéraði réðu ekki við þessar
skuldir. Varð því að leita nýrra leiða.
A fundi 14. mars 1907 kom fyrst fram
hugmyndin um samstarf hreppa í báðum
lænishéruðum þ.e. Fljótsdalshéraði og
Hróarstunguhéraði. Sýndist mönnum það
„eini vegurinn" miðað við stöðu mála.
Ákveðið var að boða til fundar með
oddvitum allra hreppa í Hróarstunguhéraði,
að undanskildum Borgarfirði, sem allra
fyrst og var sá fundur haldinn 17. apríl 1907
að Rangá í Tunguhreppi.
Samstarf sveitarfélaga
Á fundinn mættu oddvitar úr Eiðahreppi,
Hjaltastaðarhreppi, Tunguhreppi, Hlíðar-
hreppi og Jökuldalshreppi en fyrir hönd
Upphéraðsmanna mættu þeir Sigurður
Einarsson, bóndi Mjóanesi, Gunnar Páls-
son, hreppstjóri Ketilsstöðum og Brynjólfur
Bergsson, bóndi á Ási. Þarna var gerð
eftirfarandi bókun sem stundum er nefnd
„Rangársamþykktin“:2
Fljótsdalshjerað allt með Jökuldal gerist
sameiginlegur eigandi að sjúkrahúsinu á
Brekku í Fljótsdal með öllum áhöldum þess og
tekur sameiginlega á sig þá skyldu, að borga
þær skuldir, er á því hvíla nú og greiða kostnað
þann, er leiða kann af rekstri þess og viðhaldi
eptirleiðis og fer niðurjöfnun alls kostnaðarins
eptir manntali í hverjum hreppi, enda verður
allur sá arður, er kann að fást af sjúkrahúsinu
sameiginleg eign hjeraðsins og gengur til
kostnaðarins eptir þörfúm. Allir hjeraðsbúar
eiga jafnan rjett til inntöku á sjúkrahúsið og
skal verukostnaður jafn fyrir þá alla um dag
hvern.
Jafnframt tekur Fljótsdalshjerað með Jökuldal
sameiginlega á sig þá skyldu, að byggja
sjúkraskýli í Hróarstunguhjeraði, þér er íbúar
þess hjeraðs kveða á að byggja það, er kosti
mest kr. 2000, og greiðir þann kostnað
tiltölulega á sama hátt eptir fjölda og kostar
einnig á sama hátt viðhald og rekstur þess,
enda er skýlið með tilheyrandi áhöldum
sameiginleg eign hjeraðsins, svo og arður sá, er
af því kann að verða.
Ein sjúkrahússtjórn skal valin fyrir bæði
sjúkrahúsin.
28