Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 41
Fornleifar og náttúruminjar í Hálsþorpi við Djúpavog
Selrústir á Seli (Búlandi) á Búlandsdal, horft inn eftir dalnum. Ljósmyndari og eigandi: Hjörleifur
Guttormsson.
samkvæmt Vilkinsmáldaga frá 1367 var
hún helguð heilögum Andrési13. Tyrkir
rændu staðinn 1627, handtóku 11 menn á
Seli á Búlandsdal sem áður getur, og unnu
margháttuð spjöll á Hálskirkju. A Hálsi bjó
þá aldraður prestur, Jón Þorvarðarson og
var hann í hópi hinna herteknu svo og kona
hans Katrín Þorláksdóttir. A Hálsi var
prestsetur til ársins 1812 að Jón Einarsson,
síðasti presturinn af 23 nafngreindum frá
1395 að telja, flosnaði upp þaðan. Arið
1816 var Hálssókn svo formlega lögð til
Hofs14 og var Hálsi þjónað sem annexíu
þaðan til árins 1892 að kirkjan þar fauk í
ofviðri aðfaranótt 9. mars. Var það
timburbygging eins og sú er þar stóð áður,
frá 1798 fram um 1860, og hafði þá hlotið
svipuð örlög í veðraham. Eftir þetta var
tekin ákvörðun um að endurreisa ekki
guðshúsið þar á staðnum heldur í þorpinu á
Djúpavogi og var ný kirkja vígð þar haustið
1893. Um leið var nafni Hálssóknar breytt í
Djúpavogssókn. Enn mótar fyrir grunni eða
tóft Hálskirkju sem síðast stóð vestan til í
kirkjugarðinum og er hún 5 x 7 m að
innanmáli.
Sem prestsetur mun Háls hafa verið
magurt brauð með fáum ítökum. Athygli
vekur að Þvottáreyjar skammt undan í
Hamarsfirði heyrðu ekki undir Háls heldur
Þvottárkirkju og síðar Hofskirkju og voru
nytjaðar þaðan uns Hofsprestur flutti til
Djúpavogs 1905. Hálsland var fyrrum mun
stærra en síðar varð en það náði að utan frá
Kolþúfutanga við HamarsQörð norður yfír
Hálsa um Hálsamót og niður í
Eyfreyjunesvík, yfir allan Búlandsdal og
inn Hálsströnd að Vígðalæk norðanvert við
botn Hamarsljarðar. Teigarhorn var fram
eftir 19. öld hjáleiga frá Hálsi uns Níels
Weyvadt verslunarstjóri keypti jörðina
1869; fylgdi Teigarhorni land norðan Hálsa
39