Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 45
Fornleiíar og náttúruminjar í Hálsþorpi við Djúpavog
Kambshjáleiga jyrir 1920 - Litað póstkort með áletruninni Kotbær. A myndinni sést heimilisfólk,
bræðurnir Olafur og Hreinn Stefánssynir á hestum, systir þeirra Elín mállaus, Gróa Ingimundardóttir
móðir þeirra (d.1920) og Guðrún Þorsteinsdóttir fósturdóttir Gróu. Eigandi myndar: Þjóðminjasafn
Islands. Ljósmyndari óþekktur.
um Sel og fornbýli á Búlandsdal og eru það
hinar merkustu minjar.
Minjar á Strýtu
Á Strýtu voru skráðar 22 minjar af 26 sem
getið er um í heimildum. Olíkt því sem er á
hinum jörðunum í Hálsþorpi eru þar enn
uppistandandi byggingar frá fyrri tíð, flestar
þó lúnar og nokkuð hrörlegar.19 Framhús
bæjarins sem síðast var búið í stendur uppi,
byggt af timbri um 1920 og norðan þess eru
leifar af tóftum torfbæjar og útihúss. I
túninu eru þrjú útihús undir þekju og þess
utan tóftir nokkurra útihúsa. Öll eru
útihúsin í túninu torf- og grjóthlaðin.
Garðlag úr torfi og grjóti, um 19 m langt, er
í túni og leifar túngarðs sjást einnig
meðfram hlíðinni efst í túninu og þar liggja
glöggar reiðgötur.
Minjar í Kambshjáleigu
I Kambshjáleigu voru skráðar á vettvangi
24 minjar af alls 28 sem nefndar eru í
heimildum. Þar er að finna óvenjulega heild
þar sem engar seinni tíma framkvæmdir
hafa spillt minjum í heimatúninu sem
umlukið er af túngarði. Innan hans er
bæjarhóllinn, útihús, kofatóftir, heimatröð
og matjurtagarðar. Kambur heitir berg-
gangur mikill í túni og hefur hann ráðið
nafni býlisins. Sérstætt landslag undir
Hálsum skapar skemmtilegan ramma um
búsetuminjarnar. Brýnt er að varðveita
hjáleigutúnið í heild sinni og tilvalið væri
að merkja fornminjar þar og kynna jafnt
fyrir heimafólki sem ferðamönnum.
Minjar í Stekkahjáleigu
\ Stekkahjáleigu voru á vettvangi aðeins
skráðar 10 minjar af 15 sem getið er um í
43