Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 61

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 61
Sigurður Kristinsson Hólar í Fjarðardal í Mjóafírði Gróðri og friðsæld Fjarðardals í Mjóafirði er viðbrugðið og þama er í rauninni einstæð náttúruperla. Dalurinn er þröngur og fjöllin brött, svo að ekki sér til sólar hálft árið í dalbotninum. Því er bæði skuggasælt og skjólsælt þar. Virðist það hlúa að gróðursældinni, svo að jurtagróður verður hávaxinn, margar tegundir blóma og fáeinar sjaldséðar. Einkum er mikið blómskrúð í Hólabotni neðarlega í norðurhlíð. Fjöllin eru 1000 - 1100 m há báðum megin, mun aðkrepptari og brattari að sunnanverðu, jarðvegur er þar grynnri og grös strjálli en þó er beitiland þar mjög gott meðan til næst fyrir snjóum. Skógarkjarr er allt að norðanverðu en hefur stundum orðið fyrir hnekki vegna skógarmaðks. Það vex ört nú en er orðið allt of þétt. Mikið vex af berjum í dalnum. Frá landnámi var byggð í Firði og eflaust hefur fljótlega verið byggt í Fjarðarkoti (Innra - Firði). Hvergi var búið innar í dalnum fyrr en árið 1851 að reist var úr auðn í Hólum og búið þar til 1875. Bæjarstæðið var snoturt og túnið grasgefíð en kargaþýft. Fjárhúsin voru á barði innan við Hólalæk og þar var einnig túnblettur. Þessir túnblettir vom nýttir til slægna frá Fjarðarbýlum eftir að Hólar fóm í eyði 1875. Árið 1905 var byggt upp í Völvuholti nokkru utar og búið þar til 1925. Að þessum tveimur bæjum var lengst sjávargata í Mjóafírði, einkum að Hólum. Tölur í svigum eru númer fólksins í Ættum Austfirðinga. Hólar 1851 -1861 Vorið 1851 byggðu þar upp hjónin Þorkell (10826) Þorsteinsson og Björg (12451) Vilhjálmsdóttir. Ekki er nú vitað hvort þar voru fyrir einhver ummerki mannvista en nefndur hefur verið Hólastekkur. í aðalmanntali 1. október 1850 eru þau skráð í Brúnavík í Borgarfjarðarhreppi. Hann er talinn vinnumaður. En þetta ár eru þau samt á skrá um innkomna til Mjóafjarðar og talin hafa flust að Firði. Hafa þau flust þangað eftir manntal um haustið, verið um veturinn í Firði og undirbúið byggingu í Hólum. Mjög er óvenjulegt að búferli verði til sveita á þeim árstíma. Með þeim kom sonurinn Halldór, 5 ára. Móðir konu, Björg Magnúsdóttir, var hjá þeim öll árin í Hólum. Einnig kom með þeim sonur hennar af síðara hjónabandi, Guðmundur (7246) Magnússon. Hann fór til Norðljarðar eftir tvö ár en bjó síðar lengi í Fannardal og kom upp mörgum bömum. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.