Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 68

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 68
Múlaþing 11 böm. Síðari konan var áðumefnd Björg Magnúsdóttir og áttu þau 4 böm: Björgu, f. 15. nóvember 1818 og varð frumbýlingur í Hólum með manni sínum Þorkeli Þorsteins- syni, Stefán (12448) sem hér verður sagt frá, f. 1. okt 1820, Vigdísi, sem dó 6 ára, f. 16. janúar 1822 og Magnús (12452), f. 1823 og bjó síðar í Fannardal. Afkomendur Vilhjálms eru margir á Norðfírði og dreifðir víða um landið. Börn Vilhjálms og Bjargar voru ung, þegar hann dó og hún giftist aftur árið 1828 vinnumanni sínum Magnúsi (7245) Guð- mundssyni og átti með honum einn son, Guðmund, sem verður nefndur síðar. Björg og Magnús bjuggu á Kirkjubóli til 1832 er þau fluttust til íjögurra ára dvalar að Reykjum í Mjóafirði, síðan tvö ár á Krossstekk og þar lést Magnús 7. júní 1838. Björg var áfram í Mjóafírði en kemur við sögu síðar. Eftir lát föður síns fór Stefán í fóstur að Parti í Sandvík til hjónanna Björns (7498) Skúlasonar og Guðrúnar (10322) Jóns- dóttur. Þau bjuggu víða í Austíjörðum. Guðrún var vinsæl og heppin ljósmóðir en Björn skurðhagur og smíðaði m. a. langspil, sem hann lék á. Þau fluttust frá Parti að Bárðarstöðum í Loðmundarfirði og árið 1829 að Setbergi í Borgarfirði. Var Stefán með þeim þar til 1840 er hann gerðist vinnumaður í Brúnavík og var þar næstu árin. Þar var fyrir heimasætan Arndís Einarsdóttir. Munu þau hafa heitbundist og þeim fæddist dóttirin Björg árið 1842. Amdís lést 1844 og þá hljóta þau að hafa verið búin að stofna heimili í Brúnavík, því hún er skráð bústýra í dánarskrá. Sóknar- mannatal í mars 1845 segir Stefán bónda í Brúnavík. Hann hefur telpuna Björgu hjá sér og móðir hans Björg Magnúsdóttir er þar líka með son sinn Guðmund þá 13 ára. Mæðginin höfðu flust til Brúnavíkur árið 1843 frá Skógum í Mjóafírði. En vorið 1845 fluttist Stefán með telpuna að Hvannstóði og næsta ár var Björg systir hans hjá honum með Halldór son sinn á 1. ári. Árið 1848 fluttist Stefán með dóttur sína að Gilsárvallahjáleigu og móðir hans einnig. En vorið 1849 kom þangað Guðrún Einarsdóttir frá Galtastöðum í Tungu, ættuð af Langanesi og f. árið 1826 í Sauðanes- sókn. Faðir hennar bjó á Ytra - Lóni um 1829. Stefán og Guðrún giftust 3. október 1849 og fluttust að Hólshúsum í Húsavík árið 1852. Þar bjuggu þau fjögur ár og í aðalmanntali í nóvember 1855 eru þar talin: Stefán 35 ára, Guðrún 29 ára, Björg dóttir hans 13 ára, Margrét 6 ára, Hjörleifur 5 ára, Guðlaug 2 ára og Stefán á 1. ári. Ekki verður nú séð hvað olli því að Stefán tók sig upp vorið 1856 með fjölskylduna og fluttist að Hólum í Mjóafírði til Bjargar systur sinnar og Þorkels, sem bjuggu þar á nýbýli, eflaust við þröng húsakynni bæði fyrir fólk og fénað eins og fram hefur komið áður. Helst má hugsa sér að Stefáni og Guðrúnu hafí verið sagt upp jarðnæðinu í Hólshúsum, ekki fundið ábýlisjörð í Borgarfírði eða Loðmundarfirði og nærsveitum og því komið sem nauðleitafólk að Hólum. Vorið eftir fluttust þau að Haga í Mjóafírði, voru þar tvö ár, síðan tvö ár í Fjarðarkoti. I manntali 1860 er Björg farin að heiman, (var á Krossstekk), Margrét 11 ára, Hjörleifur 10 ára, Guðlaug 7 ára, Stefán 5 ára og Sigbjöm 3 ára. I desember fæddist svo Einar og nefna má Pétur Jón, sem dó 14 daga gamall árið 1857. Vorið 1861 urðu mikil kaflaskipti í lífi Stefáns Vilhjálmssonar, er þau fluttust að Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal. Ætla má að þá hafí þau notið þess að fá ábúð í friðsæld dalsins og að vera loksins ein út af fyrir sig 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.