Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 75
Bjartar vonir og vonbrigði
Valdór Bóasson (26.6.1885-22.4.1927),
fæddist að Borgargerði í Reyðarfirði. Hann
var einn af hinum ijölmörgu systkinum frá
Stuðlum sem komu talsvert við sögu út-
gerðar og atvinnumála við Reyðarijörð.
Valdór var, ijórði elstur af 11 syst-
kinum, sonur þeirra hjóna Sigurbjargar
Halldórsdóttur (6.4.1856-1.6.1949) frá
Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu og Bóasar
Bóassonar, (17.8.1885-21.7.1915) frá Stuðlum
við Reyðarijörð en þar bjuggu þau allan
sinn búskap. Við þann bæ er Stuðlaættin
kennd, einnig hefur þessi ætt verið kölluð
Bóasarætt. Þau Stuðlasystkinin þóttu dug-
leg með eindæmum og ósérhlífin.
Valdór giftist árið 1907 Herborgu
Jónasdóttur (23.8.1886-22.8.1964) frá Hlíðar-
enda í Breiðdal, þau voru bræðrabörn. Þau
byrjuðu búskap sinn í sambýli við foreldra
Valdórs að Stuðlum og bjuggu þar sín fyrstu
búskaparár. Árið 1913 kaupa þau íbúðar-
hús, Norðmannsins Randulfs á Hrúteyri við
Reyðarfjörð og annan rekstur, útgerð og
verslun.
Vogun vinnur vogun tapar
Nú hófst ævintýrið sem byrjaði strax við
kaup á skipinu en lauk ekki fyrr en í
ágústlok árið 1923. Það ævintýri endaði
samt ekki eins og í upphafi var ætlað og
ollu því ófyrirséð atvik. Valdór og Jóhann
munu fljótlega hafa hafist handa við það
verk að koma togaranum á flot. Eitthvað
var unnið að undirbúningi strax sumarið
1919 en þá tóku örlögin í taumana svo um
munaði. Valdór Bóasson var á strandstað
með nýkeyptan bát sinn, Jenný, til að flytja
menn og ýmislegt sem til þurfti við
björgunina. Meðal annarra sem störfuðu við
björgunina var Gissur Filippusson, f. 31.
júlí 1883, vélsmiður úr Reykjavík sem átti
eftir að koma talsvert við sögu. Gissur var
frá Kálfafellskoti í Vestur-Skaftafellssýslu
Clyne Castle á strandstað 1919. Ljósmyndari
óþekktur. Eigandi myndar: Olafía Herborg
Jóhannsdóttir.
en flutti ungur með foreldrum sínum,
Þórunni Gísladóttur og Filippusi Stefáns-
syni, að Brúnavík í Norður-Múlasýslu.
Gissur mun talsvert hafa fengist við að
bjarga verðmætum úr strönduðum skipum,
eins og kemur fram í þessari tilvitnun:
„Þann 25. september 1918 gerir hann
samning við Örœfinga um björgun úr
strandaða skipinu Friðriki Albert. Þrem
dögum síðar er hann kominn að
Teigingalœk í Fljótshverfi, þar sem hann
gerir samning um togarann Marconi, sem
strandaður var á Flofsnesfjöru “.1
Björgunarmennimir dvöldu um borð í
Clyne Castle og virðist vistin þar hafa verið
þægileg enda var það nrikilvægt því mikið
var unnið og vinnudagar langir og strangir.
I bréfí sem Gissur ritaði konu sinni þann 6.
júlí 1919 segir m.a.: ,,..Nú erum við búnir
að vera um borð í togaranum í 12 daga og
líður okkur ágætlega. Við sofum í
hásetaklefanum en borðum í káetunni og
höfum það stórfínt. Okkur er fœrt allt sem
við þurfum um borð, mjólk, smjör, skyr, kjet,
kartöflur ogyfirleitt allt sem við þurfum “.1
Gissuri verður að sjálfsögðu hugsað
heim til konu og barna því í sama bréfi
óskar hann þess að kona sín gæti notið
þessara gæða með sér þó ekki væri nema í
73