Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 75

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 75
Bjartar vonir og vonbrigði Valdór Bóasson (26.6.1885-22.4.1927), fæddist að Borgargerði í Reyðarfirði. Hann var einn af hinum ijölmörgu systkinum frá Stuðlum sem komu talsvert við sögu út- gerðar og atvinnumála við Reyðarijörð. Valdór var, ijórði elstur af 11 syst- kinum, sonur þeirra hjóna Sigurbjargar Halldórsdóttur (6.4.1856-1.6.1949) frá Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu og Bóasar Bóassonar, (17.8.1885-21.7.1915) frá Stuðlum við Reyðarijörð en þar bjuggu þau allan sinn búskap. Við þann bæ er Stuðlaættin kennd, einnig hefur þessi ætt verið kölluð Bóasarætt. Þau Stuðlasystkinin þóttu dug- leg með eindæmum og ósérhlífin. Valdór giftist árið 1907 Herborgu Jónasdóttur (23.8.1886-22.8.1964) frá Hlíðar- enda í Breiðdal, þau voru bræðrabörn. Þau byrjuðu búskap sinn í sambýli við foreldra Valdórs að Stuðlum og bjuggu þar sín fyrstu búskaparár. Árið 1913 kaupa þau íbúðar- hús, Norðmannsins Randulfs á Hrúteyri við Reyðarfjörð og annan rekstur, útgerð og verslun. Vogun vinnur vogun tapar Nú hófst ævintýrið sem byrjaði strax við kaup á skipinu en lauk ekki fyrr en í ágústlok árið 1923. Það ævintýri endaði samt ekki eins og í upphafi var ætlað og ollu því ófyrirséð atvik. Valdór og Jóhann munu fljótlega hafa hafist handa við það verk að koma togaranum á flot. Eitthvað var unnið að undirbúningi strax sumarið 1919 en þá tóku örlögin í taumana svo um munaði. Valdór Bóasson var á strandstað með nýkeyptan bát sinn, Jenný, til að flytja menn og ýmislegt sem til þurfti við björgunina. Meðal annarra sem störfuðu við björgunina var Gissur Filippusson, f. 31. júlí 1883, vélsmiður úr Reykjavík sem átti eftir að koma talsvert við sögu. Gissur var frá Kálfafellskoti í Vestur-Skaftafellssýslu Clyne Castle á strandstað 1919. Ljósmyndari óþekktur. Eigandi myndar: Olafía Herborg Jóhannsdóttir. en flutti ungur með foreldrum sínum, Þórunni Gísladóttur og Filippusi Stefáns- syni, að Brúnavík í Norður-Múlasýslu. Gissur mun talsvert hafa fengist við að bjarga verðmætum úr strönduðum skipum, eins og kemur fram í þessari tilvitnun: „Þann 25. september 1918 gerir hann samning við Örœfinga um björgun úr strandaða skipinu Friðriki Albert. Þrem dögum síðar er hann kominn að Teigingalœk í Fljótshverfi, þar sem hann gerir samning um togarann Marconi, sem strandaður var á Flofsnesfjöru “.1 Björgunarmennimir dvöldu um borð í Clyne Castle og virðist vistin þar hafa verið þægileg enda var það nrikilvægt því mikið var unnið og vinnudagar langir og strangir. I bréfí sem Gissur ritaði konu sinni þann 6. júlí 1919 segir m.a.: ,,..Nú erum við búnir að vera um borð í togaranum í 12 daga og líður okkur ágætlega. Við sofum í hásetaklefanum en borðum í káetunni og höfum það stórfínt. Okkur er fœrt allt sem við þurfum um borð, mjólk, smjör, skyr, kjet, kartöflur ogyfirleitt allt sem við þurfum “.1 Gissuri verður að sjálfsögðu hugsað heim til konu og barna því í sama bréfi óskar hann þess að kona sín gæti notið þessara gæða með sér þó ekki væri nema í 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.