Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 78
Múlaþing
Mótorbáturinn Jenný SU - 327, líklega stödd á Norðfirði. Eigandi
myndar: Olafía Herborg Jóhannsdóttir.
hreinsa sandinn úr bátnum. Skrúfuðu þeir
síðan í sundur vélina og hreinsuðu úr henni
sjó og sand. Reyndist hún heil og óskemmd.
Að því loknu var vélin sett aftur saman:
„...þá var einungis eftir að rétta bátinn
af, til þess voru fengnir menn af nœstu
bæjum. Voru það á milli 30 og 40 menn úr
Fljótshverfi, af Bnmasandi og Síðu. Þar í
hópnum voru stórir og sterkir menn og
viljagóðir sem mest hugsuðu um það, að
verkið gengi fljótt og vel. Þarna vantaði
aðeins tvennt til þess, að stanzlaust væri
hœgt að setja fleytuna á flot og hefja
ferðina heimleiðis austur með sandinum, en
það var smurningsolía og brennsluolía á
vélina, sem var annaðhvort Alfavél eða
Tuxham. Ur vandanum með smurning-
solíuna rœttist á þann veg, að dag nokkurn
fór Valdór á fjöru og sló þar iitse/“.2
Þama leysti Valdór úr vandanum með
olíuleysið með óvæntum hætti en Valdór
var maður trúaður mjög og treysti nú á mátt
og megin þess sem öllu ræður. Er sagt að
hann hafi gengið afsíðis og beðið til Guðs
um að hann leysti nú úr vanda sínum:
„ Vaidór sem var trúrœkinn og
bœnheitur maður lagðist þá í fjörusandinn
og bað Guð um að senda sér
smurolíu. Sofnaði hann út frá
þeirri heitu bœn. Von bráðar
hrökk hann þó upp við
undariegt kurr. Þegar hann
leit upp sá hann æði myndar-
legan sel skammt frá sér og
vissi strax að hann hafði verið
bœnheyrður. Læddist Valdór
að selnum og rotaði hann,
fláði dýrið og brœddi af því
spikið við bátsprímusinn. Svo
renndi hann sellýsinu á smur-
geyminn, hitaði upp glóðar-
hausinn, startaði og vélin
hrökk í gang“.3
Er vafasamt að sellýsi hafi verið notað í
öðmm tilfellum á vélar í skipum. Þarna var
leyst annað vandamálið af tveim en það
vantaði líka brennsluolíu á bátinn og höfðu
menn engin ráð að útvega hana. En þá gerist
hið óvænta, æðri máttarvöld reyndust
einnig hafa ráð við þeim vanda. Valdór sá
eitthvað marrandi í hálfu kafí sem honum
sýndist vera tunna að veltast úti í
brimgarðinum, fór og aðgætti hvað það
væri: „ Var hann þá fljótur að hugsa sem
fyrr. Klæddi hann sig út ö/him fötum, óð lit
í sjó upp í hendur og upp í háls í öldunni.
Náði hann þarna handfestu á tunnu og
smámjakaðist með hana að landi, þar sem
hann gat velt henni upp á fjöruna. Þarna
náði hann sér í áhaid og losaði um tappann.
Sá hann undir eins, að þetta var hrein
steinolía. Þarna var bölið bætt, nœg
brennsluolía fenginn tii ncestu hafnar" 2
Seinna í sömu frásögn er haft eftir
Guðjóni að Valdór hafi ekki verið óhræddur
um að úr þessari sundferð kæmi hann ekki
aftur og gerði því þær ráðstafanir að fólk
myndi vita um örlög sín: ,,Það sagði Vaidór
sál. mér um það, er hann kastaði klœðum
og óð út í sjóinn að ná í tunnuna, hefði hann
76