Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 84
Múlaþing
„ 17. júní, sunnudagur, logn og sólskin
og fórum upp að Kvískerjum skemmtiferð.
Hallgrímur, Benjamín, Steini, Einar
Kristján og ég einnig, Jóhann með Frosta
til að járna hann, fórum austur að vatninu,
rerum á bátnum, Einar synti, ég tók tvœr
myndir. Komum heim aftur kl. 7 síðdegis.
Veitt fram vatni til ki. 2, keyrt fram til kl. 7
á mánudagsmorgun, gekk skipið 12 fet,
fariðað sofa“*
En eftir skemmtunina tekur alvaran við,
vinnan byrjar aftur, veðrið versnar, stormur
og sjógangur gera það að verkum að vinna
síðustu viku rennur út í sandinn í orðsins
fyllstu merkingu:
„18. júní, mánudagur, þoka og sulla-
regn framan af degi og sveif upp af vestri
með storm og sandroki og sjógang, algjört
verkfall, eyðilagt viku verk. Keyrt um 4
fet“J En inn á milli koma dagar þar sem allt
virðist ganga að óskum, sólin fer að skína,
það lygnir og þá birtir yfir öllum og
bjartsýnin tekur völdin á ný: „23. júní,
laugardagur, sólskin, hœgur vestanvindur,
keyrt allan daginn, fram á nótt til kl. 2.
Trollarinn byrjaði 2 lengdir sínar í dag,
gangur 25 fet. Helgi fór heim og Benjamín
með honum “8
Sigurður á Kvískerjum minnist þess að
björgunarmennirnir hafi höggvið tré upp í
Kvískerjalandi og með því stíflað Kvíána
og myndað lón fyrir trollarann. Þorsteinn
getur um þetta í dagbók sinni fyrir 10. júlí:
„ Valdór sótti skó (skóg) að Kvískerjum á 2
hesta, gengið frá þeim aftan við skip til að
fylla upp sjólón “. 8
Það skiptast á skin og skúrir, stundum er
ekki hægt að vinna vegna hita og suma daga
ekki hægt að athafna sig vegna, roks, flóða
og stórstrauma. Aftur og aftur gera
máttarvöldin margra klukkutímaverk að
engu eins og sjá má í dagbókarfærslu fyrir
þann 14. júlí: „...stórflóð og stórstraumur,
braut niður búkka undir Dúnkraft um
nóttina og eyðilagði dagsverk“. 8
Þröngt er orðið í búi bæði um borð í
togaranum og einnig í sveitinni, allur sykur,
mjöl og hveiti er uppurið. Beðið er eftir
mótorbátnum Skaftfellingi sem færir björg í
bú. Björn bóndi í Kvískerjum færir björg-
unarmönnum birgðir af því sem vantar.
Nú er komið svo að áliti björgunar-
manna, að aðgerðir séu það langt komnar,
að það fari að styttast í að „trollarinn“
verði settur á flot. Sent er eftir mönnum um
alla sveit til hjálpar. Og það tjölgar um borð
í Clyne Castle. En veðurguðimir halda
áfram að setja strik í reikninginn dag eftir
dag og breyta dæminu:
„19. júlí, fimmtudagur, sofið til kl. 9,
regn og skúrir. Komu tveir menn til okkar í
vinnu, byrjað kl. 10, höfðum 10 aðkomu-
menn, hreinsaður sandur frá, sliskja byrjuð
að keyra, hljóp hart á stað, slitnaði 2-var
vír komst Trollarinn 25 fet, stoppaði
algjörl. hætt kl. 6 e.m. fóru menn heim til
sín, gerði stórsjó og braut upp sandkassa,
hélt vöku fyrir fólki við að bjarga trjám,
ruggaði mikið til klukkan 11 þá að sofa“.
„20. júlí, föstudagur, suðvestan rok og
brim, ekkert unnið. Valdór fór út í sveit í
liðsbón. Eg og Benjamín fórum í
skemmtigöngu uppá Kvíárjökul. Eg stóð
vakt um nóttina “.
„ Unnið erflesta þá daga sem hœgt er en
sunnudagarnir eru samt alltaf frídagar og
sitt hvað er þá gert til dœgradvalar, s.s.fara
í kirkju, skoða umhverfið, landslagið og
heimsœkja fólkið á bæjunum í kring. Og nú
er svo komið að því að dagsetning fyrir
úrslita atlöguna er ákveðinn “.
„25. júlí, miðvikudagur, sama veður,
nema úrkoma, á fætur kl. 4 1/2 . Klárað að
setja undir og smyrja sliskjur. Reif upp tré
um kvöldið á flóði, lagt undir aftur á fjöru
aðsofakl. 12“ J
82