Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 91
Zóphónías Stefánsson
Ungmennafélag
Skriðdæla
Ungmennafélag Skriðdæla var
stofnað 24. ágúst 1919. Fyrsti
formaður þess var Guðmundur
Einarsson, vinnumaður á Þorvaldsstöðum.
Þá voru þar heima ljórar systur, sem
allar höfðu lokið námi bæði í kvennaskóla
og kennaraskóla. Höfðu þær óefað for-
göngu um þessa félagsstofnun. Skynsamar,
kátar, og félagslyndar alla tíð. Þá var að
vaxa úr grasi stór hópur ungs fólks í
sveitinni. Má þar nefna systkinin í Stóra-
Sandfelli, Litla-Sandfelli, Vaði, Mýrum,
Þingmúla og Flögu. Allir þessir unglingar
voru fæddir um og upp úr aldamótum. A
öðrum bæjum voru unglingar færri en þó
einn eða tveir.
Það var því vel fundarfært hjá félaginu
þar sem fundarsetu áttu tólf ára og eldri.
Ekki man ég hver inngangseyririnn var fyrir
fullorðna, en hann var ein króna fyrir okkur
sem vorum innan við fermingu. Reynt var
að hafa fúndina bæði menningarlega og
skemmtilega. Það voru lesnar smásögur,
stundum frumsamdar og lesin upp ljóð. Á
þetta voru þær systur frá Þorvaldsstöðum
fundvísar. Að loknum hverjum fundi var
kosin þriggja manna nefnd sem sjá átti um
mál til umræðu á næsta fundi. Kom þá fyrir,
ef nefndin var með fátt brýnna mála, að hún
sótti fundarefni í fomsögumar, t.d. Njálu og
Laxdælu. Var þá farið í mannjöfnuð. Rætt
um Hallgerði og Bergþóru, Kjartan, Bolla
og Guðrúnu. Eins Auði Vésteinsdóttur og
Ásdísi frá Bjargi.
Strax á fyrstu fundum var farið að ræða
um tjáröflun. Bókasafnið þurfti að efla, það
var í niðumíðslu. Þá kom líka fljótt til
umræðu að félagið þyrfti að eignast eigið
hús. Eg man að allharðar umræður urðu um
það hvar slíkt hús ætti að standa. Sumir
vildu að það stæði í eða við skógarlund, en
aðrir í miðri sveit. En hér var um tómt mál
að tala, íjárráð voru engin. Það rættist þó úr
húsmálum um stundarsakir. Árin 1920-
1921 reis stórt hús á Mýrum, bæði yfir fólk
og fénað. Með góðu samþykki húsbænda
fékk félagið þar aðstöðu til funda- og
samkomuhalds. Þarna var salur, 12x12
álnir, í öðrum enda hússins. Sæmilegur
danssalur.
Um þetta leyti voru að koma af skólum
þeir Björn og Kristján Guðnasynir frá
Stóra-Sandfelli. Eymundur Einarsson í
Flögu og Einar Stefánsson á Mýram frá
Hvanneyri, Einþór frá Mýrum frá Akureyri
og Björgólfur Guðnason orðinn barna-
kennari. Það var því allgott mannval sem
félagið hafði á að skipa. Björn Guðnason
89