Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 96
Múlaþing
Ekki er gott að átta sig á hvers vegna er vísað til Byggðasögu Seyðistjarðar í fyrstu
tilvísun þar sem teknar em tilvitnanir í ritið Horft af Bæjarbrún. Naumast er minnst á
Fjarðarsel í þvi riti, aðeins lítilsháttar á bls. 33.
Höfundur þessara athugasemda lagði á sig að gefa út rit um jörðina Fjörð fyrir
rúmum áratug, Horft af Bæjarbrún. I því riti náðist ekki að koma sögunni lengra en að
upplýsa hvemig varið var eignarhaldi á jörðinni frarn undir það að hún komst í eigu
kaupstaðarins.
Þess rná að lokum geta að í hinu fyrirhugaða seinna bindi þess rits eru rakin nokkuð
samskipti Fjarðareigenda, sem Vigfús í Fjarðarseli fór með umboð fyrir, við
Garðarsfélagið, sem ruddi sér til rúms á árum fyrir aldamótin 1900-01. Bæði leigði
félagið aðstöðu fyrir ísnám sitt inn með Garðarsvegi - Garðarstjöm - en annað var ekki
síður merkilegt, en það var fyrirætlun félagsins að virkja Fjarðará. Náði félagið
samningi við Vigfús, en hafði áður þótt hann heldur dýrseldur, sem undrum má sæta.
Það mun vera fyrsti samningur sinnar tegundar á Islandi.
Þó hér hafi verið gerðar ýmsar athugasemdir við grein Helga Más, stendur höfundur
í þakkarskuld við hann fýrir samráð við sig en ekki síður fyrir að honum lánaðist það
sem höfundi mistókst en það er að finna ljósmynd þar sem sést í bæjarhús í Fjarðarseli.
Má sú ljósmynd svo sem gjarnan birtast með þessum línum, því engar líkur eru til að
höfundur komi frá sér því verki sem hann hafði í smíðum um búsetu á bæjarjörðunum
og upphaf kaupstaðarins.
Ég get ekki neitað mér urn að hafa orð á því að mér finnst ég kannast við yfírskriftina
á kynningarskiltinu við Fjarðarselsvirkjun „Fyrrum var í Fjarðarseli“, finnst hún minna
nokkuð á fyrirsögn mína að minningum ömmu minnar úr Fjarðarseli sem ég birti 1993
í Múlaþingi 20, og var „Fyrr var í Fjarðarseli“. Mér þykir það ekki verra.
Að lokum er að þakka fyrir þann virðingarvott sem Fjarðarseli og bændum þar var
sýndur, að undirlagi Helga, þegar aldarafmælis Fjarðarselsvirkjunar var minnst.
Virðingarjyllst
Hjahi Þórisson
Frá ritstjórum Múlaþings
Undirrituð tekur á sig mistökin í sambandi við aldurinn á myndinni af Seyðisfirði,
þar sem textinn er frá henni kominn. Þessi mynd sem er réttilega póstkort er til hér í
Ljósmyndasafni Austurlands. Því miður er kortið ekki merkt höfúndi svo ekki er hægt
að fullyrða hver ljósmyndarinn er. Þær upplýsingar gætu þó legið annars staðar fyrir.
Myndin af húsi Jóns Gunnlaugs kemur úr myndasafni Emilíu Blöndal sem er í eigu.
safnsins. Emilía lærði ljósmyndun hjá Eyjólfi og starfaði á stofu hans frá 1915 -1924. A
ættingjum hennar, sem gáfu safninu myndirnar, mátti skilja að safnið væri að mestu leyti
rnyndir sem hún hefði sjálf tekið. Ég tel því miklar líkur á að hún sé höfundurinn, þrátt
fyrir að myndin sé eignuð stofu Eyjólfs.
Myndin af Fjarðarselsmönnum með kúna er frá Ljósmyndasafni Austurlands og
þaðan komin. Aftan á myndinni stendur „Fúsi í Fjarðarseli og Einar Sigurjónsson“. Um
94