Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 100
Múlaþing
Herjólfshaugur. Ljósmyndari og eigandi myndar: Páll Pálsson.
Herjólfshaugur; haug þenna er að fmna eina
dagleið fyrir vestan Fljótsdal, á sokölluðum
Vesturöræfum; segja menn hann orptinn yfir
Herjólf nokkum er búið hafi á Egilstöðum í
Fljótsdal, og drepinn hafi verið af Hákoni
landnámsmanni er bjó á Hákonarstöðum á
Jökuldal, hvaðeð orsakast hafi af landaþrætu
þeirra í millum.3 — Að hæð þeirri á
Vesturöræfum, er nú kallast Herjólfshaugur,
hefi eg komið en ei getað séð þar á nokkur
auðsjáanleg mannaverk, og ekki kom mér hann
öðmvísi fyrir sjónir en grashóll með nokkmm
stórum steinum i kollinum.4
2) Séra Jón Ingjaldsson. Að aldri til er
næsta heimild um Jökuldœlu bréf dagsett á
Húsavík 3. okt. 1849 frá séra Jóni
Ingjaldssyni til C. C. Rafns, sem þá
stjómaði hinu Norræna fornfræðafélagi í
Kaupmannahöfn. Bréfíð er varðveitt í E.
37, þ. e. Einkaskjölum í Þjóðskjalasafni, og
benti Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður
mér á það fyrir löngu. Séra Jón var uppi á
ámnum 1799-1876 og var aðeins eitt ár,
1847-1848, prestur í Hofteigi en síðan á
Húsavík.5 Eins og fram kemur í bréfinu var
heimildarmaður séra Jóns Ingjaldssonar
Pétur Pétursson á Hákonarstöðum, sem
hafði séð söguna er hann var drengur hjá
föður sínum, en söguna átti séra Einar
Bjömsson í Hofteigi.
I bréfinu var séra Jón að spyrja eftir því
hvort sagan væri til erlendis og væri hún til
„væri vel vert að prenta hana“, en ella að
skrifa Pétri og biðja hann um „þær frekustu
upplýsingar hann gæti um sögu þessa“.
Þegar þetta bréf var skrifað árið 1849 höfðu
ekki allar Islendinga sögur verið gefnar út á
prent. Hér má til skýringa geta, að í
Austfirðinga sögum í 10. bindi af
Islendinga sögum í útgáfu Guðna Jónssonar
eru 18 sögur og þættir. Af þeim vom fimm
fyrst gefnar út eftir að bréfið var skrifað og
fjórar höfðu verið gefnar út árin 1847 og 48.
Með öðrum orðum rúmur helmingur
Islendinga sagna og þátta í þessu bindi er þá
98