Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 102
Múlaþing
fyrri útgáfu Þjóðsagna Jóns Árnasonar, en
var prentað í seinni útgáfunni og gerði
Gunnar Sveinsson nákvæmt yfirlit um það
allt.6 Eins og ártölin bera með sér hefúr
Sigmundur sent þetta allt áður en hann
skrifaði Jökuldœlu upp eftir Sigurði
Benediktssyni, enda er ekkert úr henni þar á
meðal.
4) Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað.
Frá séra Sigurði Gunnarssyni, prófasti á
Hallormsstað, er komin kunnasta umfjöllun
um Jökuldœlu. Hún er aftan við grein sem
hann ritaði í mars 1872 og nefnist „Ömefni
frá Jökulsá í Axarfirði austan að Skeiðará“
og birtist í II. bindi af Safni til sögu Islands.
Heftið með greininni kom út 1876, en
útgáfu bindisins lauk árið 1886. Séra
Sigurður gerði svohljóðandi grein fyrir
sögunni: „Brot úr Jökuldalssögu, eptir sögn
Pétrs smiðs Pétrssonar, bónda á Hákonar-
stöðum á Jökuldal, er segir föður sinn hafa
séð söguna og lesið, hjá sira Erlendi í
Hofteigi Guðmundarsyni.” Séra Sigurður
getur ekki sérstakra heimildar-manna í
örnefnagreininni, og því er eðlilegt, að
Sigmundar sé þar að engu getið eða í
sambandi við endursögn Péturs.
Þessi endursögn Péturs smiðs Péturs-
sonar á Jökuldcelu var síðan endurprentuð.7
Um söguna sagði Guðni Jónsson í formála:
Um Jökuldælu eru enn ýmsar ágizkanir uppi
eystra, einkum um það, hvað af henni hafi
orðið. Höfum vér gert allmiklar tilraunir, sem
hér yrði of langt að greina, til þess að komast á
feril hennar, en það hefir ekki tekizt. Þó teljum
við nokkum veginn víst, að sagan hafi verið til
í handriti fram um miðja 19. öld. Hitt er aftur á
móti óvíst, hvort þar hefir verið um foma sögu
að ræða eða hún hafi verið samin seint á tímum
eftir munnmælum og ömefnum. Virðist ágripið
fremur benda til hins síðara og þó sérstaklega
sú staðreynd, að Jökuldæla sögu er hvergi getið
í sambandi við handritasöfnun eða í skrám um
fomsögur á seinni öldum.
Athugasemd Guðna Jónssonar um, að
Jökuldœla haft verið samin seint á tímum,
styrkist við það, sem að framan sagði, en
þar kom fram að engar heimildir hafa
fundist eldri en frá upphafi 19. aldar. Rétt
þótti að prenta hér í þriðja sinn „Brot úr
Jökuldæla sögu“, svo að hægt verði að
skoða saman allar kunnar gerðir sögunnar.
Greinilegt er, að upphafleg endursögn hefur
verið aukin, en það sést ekki í útgáfunni í
Islendinga sögum.
Þegar skoðuð er fyrri prentun á „Broti úr
Jökuldals sögu“ sjást þar margir svigar, sem
var sleppt í endurprentuninni. Innan þeirra
eru einkum viðbætur kunnugs manns um
ömefni og fleira og stundum aukið inn
vitneskju úr Landnámu og Vopnfirðinga
sögu. Þegar handritið, ÍB. 352, 4to, er
skoðað sést að svigarnir em í fmmriti
Sigurðar og eiga sér þá skýringu, að með
þeim viðbótum, hefur hann viljað gera
efnið ljósara og fyllra en ella var. Jón
Sigurðsson forseti bjó ritgerðina undir
prentun og breytti einkum greinamerkja-
setningu, en hér er fylgt fyrri prentuninni.
Einnig breytti Jón Sigurðsson á tveimur
stöðum „Víðirhól" í „Víðihól“ og „að
Hákoni á Hákonarstöðum“ í „að Hákonar“.
Þetta em einu dæmin í þessari prentun, þar
sem handritið er tekið fram yfir fyrstu
útgáfuna í Safni.
Þessi texti verður hér á eftir nefndur
Jökuldœla séra Sigurðar, þótt eins mætti
kenna söguna við Pétur Pétursson yngsta á
Hákonarstöðum.
100