Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 106
Múlaþing
Jp'"
Sigurður Sigurðsson, Fögruhlíð. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands
Valgerði skjaldmey Skjöldólfs. Hér er aftur
á móti sleppt úr sögninni, að Hákon hefði
gengið berfættur til hofs á Þórfelli og kalið
á tá. Síðan stendur:
Svona segir frá sögu þessari í Jökuldælu sem
var til, en er nú töpuð. Ræfil af henni, mjög
fúinn og lasinn, sá Pétur sálugi á Hákonar-
stöðum, faðir þeirra bræðra sem þar nú eru.
Svo segir líka í Jökuldælu: Hof höfðu
Jökuldælingar á teignum fyrir framan Hofteig
og lá teigurinn á milli ánna undir hofið. I þann
tíma bjó Brandur sterki að Víðirhólum, en
Gaukur á Gauksstöðum. Eitt sinn þegar riðið
var til blóta riðu þeir yfir um Jökulsá á vöðum
nokkrum sem enn sést merki til. Þá stjakaði
Brandur við Gauki svo hann féll af hesti og
vöknaði í ánni. Nokkru seinna gjörir Gaukur
sér ferð og að Víðirhólum og vó þar Brand
óforvarandis. Sömuleiðis segir í Jökuldælu að í
Svartadauða ...
Hér á eftir kemur frásögn af Þorsteini á Brú,
sem flúði í óbyggðir í Svartadauða. Önnur
frásögn af sama Þorsteini er í sama handriti
og prentuð eftir því aftar í sama bindi af
Þjóðsögum Jóns Árnasonar.13 Þessum
sögnum af Þorsteini á Brú var steypt saman
í Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar. Þar segir í
athugasemd: „Mjög gömul hefur Jökuldæla
þó varla verið, úr því að í henni hefir átt að
vera sagt frá Þorsteini jökli“.14 Undir það
ber að taka, og skiptir þá engu hvort
Þorsteini hefur verið aukið við söguna í
munnmælunum eða verið í upphaflegri gerð
sögunnar. Styrkir þetta eins og fleira, að
Jökuldœla hafí verið seint sett saman. Ljóst
er að „Saga Hákonar fullknerris“ er
efnislega sú sama Jökuldcela séra Sigurðar,
en miklu styttri og að viðbættri sögn af
Þorsteini jökli.
Næsta saga í Þjóðsögum Jóns Ámasonar
á eftir „Sögu Hákonar fullknerris“ nefnist:
„Skjöldólfur og Hákon“. Þegar handrit
sögunnar er skoðað, Lbs. 417, 8vo, s. 165,
sést að fyrirsögn er sett af útgefanda. Sagan
er efnislega samhljóða frásögninni af
samskiptum þeirra Skjöldólfs og Hákonar í
„Saga Hákonar fullknerris“ er rakin var hér
að framan, en sú saga er á s. 177-180 í
sama handriti, sem safn skrifað af ýmsum.
Ekki er nánar tilgreint um uppmna þeirra í
skýringum við IV. bindi, en þar stendur
„Austan úr Vopnafirði". í yfirliti um
þjóðsagnahandrit Jóns Ámasonar er gerð
grein fyrir handritinu, Lbs. 417, 8vo.
Útgefendur þekktu marga skrifara einstakra
hluta, en ekki er þar nefndur skrifari þess
parts sem ofangreindar sögur eru, s.
165-190.15 Ekki verður meira leitað að
honum að sinni. Ljóst er að þessar tvær
ofannefndu sögur í Þjóðsögum Jóns
Ámasonar em af sama stofni og Jökuldæla
séra Sigurðar, enda er heimildarmaðurinn
að fyrri sögunni „Pétur sálugi á
104