Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 109
Jökuldæla
Stórhólmavatn í Vatnaflóa í Jökuldalsheiði. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
út af því að hann byggði í landi Hákonar í
óleyfi eins og sagði í Jökuldœlu séra
Sigurðar. Jökuldœla Snorra segir aftur á
móti, að þeir hafí verið „í álftaslag“. Þarna
eru þrjár mismunandi ástæður fyrir bardaga
þeirra Hákonar og Skjöldólfs, en þar sem
Valgerðar er getið annars staðar er alltaf
sagt, að hún hafi verið að passa álftir.
Verður að telja ólíklegustu skýringuna vera
í Jökuldœlu séra Sigurðar.
Jón Pálsson birti í blaðinu Norðurlandi á
Akureyri 27. ágúst 1904, 48. blaði, stutta
gein, „Jökuldæla“. Þar vitnar hann frásögn
um söguna í Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar,
sem tilgreind var í 6) hér að framan undir
heitinu:„Austan úr Vopnafirði“. En í henni
er sagt, að seinasta heimild um söguna sé,
að Pétur Pétursson á Hákonarstöðum sá
hana hjá séra Erlendi Guðmundssyni í
Hofteigi. Þessi frásögn er eins og að framan
sagði af sama stofni og Jökuldœla séra
Sigurðar Gunnarssonar og var þetta talin
síðasta heimild um söguna. Jón bætti hér
aftur á móti við:
En Kristrún húsfreyja Sigfúsdóttir á Vaðbrekku
í Hrafnkelsdal (d. 1888), ekkja Benedikts
Gunnarssonar, bróður Sigurðar prófasts á
Hallormsstað og systir Sigfúsar á Skjögra-
stöðum, sem nokkurar sögur hefir skrifað í
áðurgreint safn, las Jökuldælu í heilu lagi á
yngri árum sínum. Þaó var pappírshandrit og
eign síra Guttorms Guttormssonar í Stöð (d.
1881). I hve fornum búningi eða hve gott
handritið hefir verið, veit eg eigi, en dýrmætt
hefir það þó verið, þar eð það er hið síðasta af
Jökuldælu. Nú er hætt við, að það sé glatað, ef
það eigi slæðist í fórum erfingja hans.
Síðan er talað um handrit Vopnfirðinga
sögu, sem fyllti eyðuna þar, en það kemur
ekki þessu máli við.18
Jón Pálsson birti nokkrum árum síðar
eða 1910 aðra grein i tímaritinu Oðni og
fjallaði þar mest um hvemig fólk á Jökuldal
bjargaðist eftir Öskjugosið 1873. Þar sagði
hann líkt frá Kristrúnu og hér að ofan, en í
styttra máli, en þó ber greinunum ekki
saman um dánarár hennar, því að hér
stendur: „Kristrún dó á Vaðbrekku 26. des.
107