Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 117
JökuUlæla
þeirra er í endursögn Sigfusar Sigfussonar
sem á einnig að vera komin úr handriti af
Jökuldælu.
Hér ber heimildum ekki saman um hvað
var deilt, en merkilegasta deiluefnið er í
Jökuldœlu séra Sigurðar, en deilur um
veiðar eru ekki eins mikilvæg ástæða til
hólmgöngu. Um önnur atriði ber Jökul-
dælum saman í meginatriðum: hvar þeir
börðust, Skjöldólfur féll, var heygður í
hólma í Hólmavatni og Valgerður
skjaldmær sprakk við kílinn Valgerðar-
hlaup. Um smærri atriði ber nokkuð á milli.
Jökuldæla Snorra segir bardagann hafa
orðið: „Eitt sumar bjuggust báðir í
álftaslag“. Síðan er þar bætt við að
Valgerður „væri frilla Skjöldólfs“. Loks er
þar sagt, að Hákon hefði legið lengi í
sárum. Jökuldœla séra Sigurðar segir, að
álftimar hafí verið átján, en sú tala er algeng
í þjóðsögum. Hann segir einnig, að
morguninn fyrir hólmstefnuna gekk Hákon
upp á Þórfell „og kól Hákon á minnstu tá“.
Snorri sagðist ekki hafa þetta úr Jökuldœlu,
en bætti sögninni við eftir munnmælum og
munar þar: „kól hin mesta táin á hægra fæti
Hákonar“. Snorri bætti við að á Þórfelli
móti enn „fyrir goðahofinu“. Þessi sögn er
með mjög kristilegum blæ og styrkir ekki
að Jökuldæla hafí verið gömul.
Að lokinni frásögn af bardaga Hákonar
og Skjöldólfs er í Jökuldœlu Snorra nefndur
Asbrandur á Víðirhóli, en í Jökuldœlu séra
Sigurðar á Hákon „bú á Víðirhólum“, sem
„Brandur sterki ... varðveitti“. Jökuldæla
Snorra segir, að Asbrandur „ætlaði ... til
hofs og gisti að Gauki á Gauksstöðum. ...
Reið Gaukur mögrum hesti en Asbrandur
stagfeitum.“ Asbrandur reið með Gauki á
Gauksstöðum yfír „Jökulsá á svokölluðum
Hellir“. Síðan segir þar að skrúðklæði
Gauks hefðu atast í keldu og reiddist
Gaukur. Vorið eftir reið Gaukur vestur að
Víðirhóli og spyr eftir Ásbrandi og er sagt,
að hann sé að leita 300 geldinga, sem
honum sé vant. Gauki er vísað til hans,
fínnast þeir, fellur Brandur og er hræ hans
hulið í Brandslind. Gaukur lýsir víginu að
Víðirhóli og „reið ... ofan með Gilsá“. Þar
sá hann „hvar geldinga Ásbrands hafði
rekið ... upp úr ánni“. Þeir höfðu „farið fyrir
...Dimmufossa í vestan næðingi“. Með
þessum orðum lýkur Jökuldælu Snorra, en
þar er ekkert sagt frá hefndum eftir Brand.
Jökuldœla Sigurðar segir aftur á móti að
Gaukur hafí verið skartmaður og þeir
Brandur og Gaukur hafí riðið „yfír Jökulsá
á Goðavaði“. Þar hefði Brandur stjakað við
hesti Gauks svo að skrúðklæði blotnuðu.
Þessa vildi Gaukur hefna. Vorið eftir fer
Gaukur í Víðirhóla og drepur Brand í
bæjardyrum og kastar líkinu í Brandslind.
Niðurlag Jökuldælu Sigurðar segir lfá því,
að Eiríkur á Eiríksstöðum hefndi Gauks og
þar segir eins og áður sagði frá
sverðaskiptum þeirra með hjálp griðkonu.
Jökuldœlu Sigurðar lýkur hér með því að
Gaukur fellur og lýsir Eiríkur víginu að
Brú.
Eins og sjá má af þessu, er mikill munur
á milli textanna. Meginatriði er að Eiríkur
fellir Herjólf \ Jökuldælu Snorra, en hjá séra
Sigurði er Eiríkur sagður hafa fellt Gauk.
1. /BRÉFSÉRA JÓNSINGJALDS-
SONAR TIL C. C. RAFNS/
Undireins og eg, hérmeð sendi hinu
konungliga norræna fornfræða félagi:
2rbdlrs hér innlagða, sem andvirði mér í
sumar senda Annaler for Nordisk
Oldkyndighed etc leyfi eg mér að spyrja
(hvað mér gleymdist í fyrra) hvort
hærstnefnt félag ei hafí undir höndum
íslenska fomsögu, er nefnist Jökuldæla er
segir: pr. pl. frá landnámsmönnum á
Jökuldal eystra, þeim er bjuggu á
115