Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 124
Valþjófsstaðahurðin er frægust íslenskra forngripa að undanskildum handritum, segir Kristján
Eldjám í afmælisriti Þjóðminjasafnsins 1973. Hurðin er talin vera smíðuð og útskorin um eða upp
úr aldamótunum 1200 og því eru mestar líkur til að hún sé jafn gömul stafkirkjunni, sem um er
fjallað í eftirfarandi grein, og meðal elstu tréskurðarverka sem varðveist hafa á Islandi.
A hurðinni eru tveir kringlóttir fletir með myndskurði (sjá bls. 132). Hér er birt mynd af efri
fletinum. Þar er eldgömul frönsk sögn um riddara og ljón (le chevalier au lion) færð í myndrænan
búning.
I neðra helmingi er æsileg atburðarás: riddari á hesti á harðastökki og veiðihaukur flýgur í
humátt á eftir; á bakvið er flugdreki með gapandi gin lengst til hægri, sem hringar sig utan um
öskrandi ljón til vinstri; í miðju sést riddarinn reka drekann í gegn með sverði og frelsa þarmeð
ljónið. Næsta myndskeið er að ofan til vinstri; þar sést riddarinn á hægri reið, haukurinn situr á
makka hestsins og ljónið fylgir fast á eftir, hnarreist með halann hringaðan undir kvið, sem tákn um
undirgefni. Þriðja og síðasta atriðið er að ofan til hægri, en þar sést ljónið dautt eða að bana komið
á leiði riddarans. Að baki sést lítil kirkja (sjá bls. 127). A hlið legsteinsins er ritað með rúnum:
ríkiakonong hergrapin eruadrekaþœna. Vegna viðgerðar hafa upphafsorðin fallið burt, en
rúnafræðingurinn Anders Bæksted giskar á að þau hafi verið sjá inn og öll setningin hefði þá hljóðað
svo: Sjá inn ríka konung hér grafinn er vá dreka þenna. Innskotið hér grafinn er ættað úr myndmáli
kirkjunnar, á lat. hic sepultus, sem iðulega er ritað á myndir af legstað Jesú Rrists, og ýmsir hallast
raunar að því að riddarinn sé sé táknmynd hans og þetta sé dæmisaga um það hvemig hann frelsar
mannfólkið frá syndum.