Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 125
Helgi Hallgrímsson
Stafkirkja
viðarskáli
og rauð- i
á Valþjófsstað
Valþjófsstaður er eitt mesta höfuðból
á íslandi og líklega hefur óvíða
verið glæsilegri húsakostur á fyrri
öldum íslands byggðar. Fyrir 1200 er saga
Valþjófsstaðar lítið þekkt, en á 13. öld sátu
þar höfðingjar af ætt Svínfellinga, sem ríktu
yfír öllu Austurlandi og voru Svínafell í
Öræfum og Hof í Vopnafírði helstu aðsetur
þeirra, auk Valþjófsstaðar. Laust fyrir
aldamótin 1200 var reist vegleg timbur-
kirkja (stafkirkja) á Valþjófsstað, sem stóð
fram um 1740, eða í næstum 550 ár. Fyrir
henni var fagurlega útskorin hurð, sem
kennd er við staðinn og geymd er i
Þjóðminjasafni íslands. Lengi stóð annað
hús á Valþjófsstað, ekki síður merkilegt, en
það var skáli einn mikill þiljaður upp úr
rauðaviði. Enginn vissi aldur hans en talinn
var hann ævafom, og handarverk sögu-
aldarkappans Þórðar hreðu. Stóð hann lítið
breyttur fram á 19. öld og gæti þá hafa verið
elsta hús á Islandi.
Á tólftu öld varð goðaættaveldi ríkjandi
á Islandi, sem á næstu öld leiddi til mikilla
deilna og ófriðar og lauk með því að
íslendingar játuðust undir ríki Noregs-
konungs 1262-64. Á Suðurlandi voru
Oddaverjar og Haukdælir voldugustu
ættimar, Ásbirningar á Norðurlandi, og
Sturlungar á Vesturlandi. í Austfírðinga-
ljórðungi náðu Svínfellingar yfírráðum
undir lok 12. aldar, en þeir voru af-
komendur Brennu-Flosa á Svínafelli í
Öræfum eða Litla-Héraði sem þá var
kallað.
Ormur Jónsson (eldri) var höfðingi
Svínfellinga á 12. öld. Sigmundur sonur
hans kvæntist Arnbjörgu dóttur Odds
Gisurarsonar og erfði goðorð hans í
Múlaþingi. Hann bjó á Valþjófsstað og
síðan bjó Jón sonur hans þar, en fíutti að
Svínafelli 1202. Stuttu síðar var Jóni kennt
sveinbarn á Héraði, sem skírt var Þórarinn.
Þórarinn sá bjó á Valþjófsstað og hlaut
mannaforráð, sem bendir til að móðir hans
hafí einnig verið höfðingjaættar, náði m.a.
að eignast Hof í Vopnafírði og með-
fylgjandi goðorð, en varð skammlífur. Kona
hans var Helga Digur-Helgadóttir frá
Kirkjubæ á Síðu. Þórarinn var hálfbróðir
Brands Jónssonar, ábóta í Þykkvabæ, þess
ráðgóða og vísa manns, er sumir telja að
hafi ritað Hrafnkels sögu.1
Oddur og Þorvarður, synir Þórarins og
Helgu, urðu þekktastir af höfðingjum 13.
aldar á Valþjófsstað, oft kallaðir Valþjófs-
staðabrœður. Þeir koma mikið við sögu
Sturlungaaldar. Oddur var um 25 ára að
123