Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 126
Múlaþing
Ljósmynd afValþjófsstaðabœnum nokkru eftir aldamótin 1900, tekin afVigfúsi Sigurðssyni á Egilsstöðum
í Fljótsdal.Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
aldri settur yfir ,ríki‘ Gissurar jarls norður í
Skagafírði, meðan Gissur var í Noregi, og
var veginn þar árið 1255 af andstæðingum
Gissurar, Eyjólfí Þorsteinssyni og Hrafni
Oddssyni, eftir fræga og frækilega vörn.
Hann var í banni Heinreks Hólabiskups er
hann lést, og var því grafínn utan
kirkjugarðs. „Þótti öllum mönnum mestur
skaði um hann, þeim er hann var
kunnastur“, ritar Sturla Þórðarson. Kona
hans, Randalín Filipusdóttir, af Odda-
verjaætt, háði aldaríjórðungs langa baráttu
fyrir því að fá hann leystan úr banni og
jarðsettan í vígðri mold.2 Þorvarður varð
hins vegar langlífur og komst til mikilla
metorða. A síðari áratugum 13. aldar var
hann mestur höfðingi á Austurlandi og bjó
lengst af á Hofi. Hann varð síðastur
íslenskra ættarveldismanna til að afsala
goðorði sínu og ganga Noregskonungi á
hönd árið 1264, og hefur því verið nefndur
,síðasti goðinn/ Eftir það dvaldi hann um
tíma í Noregi og er talið að hann hafi
aðstoðað Magnús konung við samningu
lögbókar er kölluð var Járnsíða. Magnús
gerði hann að riddara og hirðstjóra sínum á
íslandi. Hann lést árið 1296 nálægt 70 ára
að aldri.3
Ymsir telja að Þorvarður sé höfundur
Njáls sögu (sjá síðar) og að Valþjófsstaður
hafi verið miðstöð sagnaritunar á
Austurlandi.4
Valþjófsstaðakirkja
Séra Agúst Sigurðsson hefur ritað
kirkjusögu Valþjófsstaðar.5 Þar gerir hann
því skóna, að Sörli Brodd-Helgason, sem
bjó á Valþjófsstað þegar Brennu-Flosi fór í
liðsbón sína, hafi reist fyrstu kirkjuna á
staðnum skömmu eftir kristnitöku árið
1000. Hann telur örugga heimild um
kirkjubyggingu þar laust fyrir 1200. Það var
,stafkirkja‘ með ,útbrotum‘, hið veglegasta
hús, sem stóð í margar aldir, og var helgað
Maríu mey. Má telja víst að fyrir henni hafi
verið hin fræga Valþjófsstaðahurð, sem er
álitin vera frá svipuðum tíma (sjá síðar).
Um þetta mikla kirkjuhús frá aldamótum
124