Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 128
Múlaþing
Endurbygging Auðunarstofu á Hólum, tilgátuhús. Hin upphaflega Auðunarstofa var byggð á 13. öld og
rifin um 1810. Ljósmynd: Asta Sigurðardóttir.
turn upp úr aðalkirkju eða forkirkju. Margar
voru þær ýmislega skreyttar með útskurði.8
Mestri fullkomnun náðu stafkirkjur í
Noregi, þar sem gnótt var af góðu timbri. Af
um 1000 stafkirkjum sem áætlað er að þar
hafi verið byggðar standa um 30 siíkar enn
með sóma, sumar allt að 7-8 alda gamlar og
eru geysilega skrautleg hús. Annarsstaðar
viku þær fyrir steinkirkjum, og á Islandi
fyrir torfkirkjum, þar sem burðarviðir voru
þó oft hinir sömu. Á íslandi voru margar
stafkirkjur byggðar á næstu 2-3 öldum eftir
að Kristni var lögtekin og til eru allnokkrar
lýsingar á þeim, einkum þó elstu dóm-
kirkjunum á Hólum og í Skálholti, sem
voru af þessari gerð. Stórviðir í þessar
kirkjur voru að mestu sóttir til Noregs, en í
sumum landshlutum var líklega notaður
rekaviður.
Á Austurlandi eru heimildir um
stafkirkjur á Eiðum, Vallanesi, Valþjófsstað
og Hofi í Vopnafirði. Er talið að sú
síðastnefna hafi staðið fram um aldamótin
1700, en Eiðakirkja var skrautlegust, að því
erÁgúst Sigurðsson telur. Hann leiðir líkur
að því að stafkirkja hafí verið á Kirkjubæ
og álítur „stafkirkjugerðina eiga sögulega
hefð á Austurlandi.“9 Gæti það tengst
nálægðinni við Noreg.
Þá er þess að geta að Steinunn
Kristjánsdóttir stóð fyrir uppgreftri fornrar
kirkju á Þórarinsstöðum í Seyðisfírði á
árunum 1998-99, sem reyndist vera
stafkirkja (stólpakirkja) af elstu gerð, án
útbrota, líklega frá 11. öld. Er það í fyrsta
sinn sem tilvera slíkrar kirkju er staðfest
með uppgreftri hérlendis. Sú kirkja var
líklega umkringd veggjum úr torfí og grjóti
á þrjá vegu, af sama aldri og tréverkið, en
óvíst er hversu slík vegghleðsla við
stafkirkjur var algeng.10
126