Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Qupperneq 133
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
A þessari mynd sjást stœrðarhlutföll milli timburkirkju Sigurðar
Gunnarssonar frá 1888 og steinkirkjunnar sem byggð var á eftir
henni. Myndin er tekin 1963, þegar nýja kirkjan var í smíðum
Ljósmyndari: Guðmundur R. Jóhannesson. Eigandi myndar: Ljós-
myndasafn Austurlands.
í úttekt frá 1734 er það
ítrekað að ijalviðir kirkjunnar
séu ónýtir, en undirviðir
sæmilega sterkir, einkanlega
„innri stöplarnir“. Þá eru
„torfveggir að kirkjunni
nýhaldnir, beggja megin, 120
al“. (?) Svo er bætt við
eftirfarandi klausu:
Sýnist nú prófastinum og til
kölluðum 6 dánumönnum að
skuli kirkjan undir sama formi
og nú er (að breidd og lengd)
undir torfþaki aftur upp-
byggjast, sterkum og gagn-
legum viðum. Þá kunni ei
álagið minna að metast en 40 c
[hundruð] ef sá skal skaðlaus
vera sem kirkjuna uppbyggir.
En undir áðumefndum bygg-
ingarviðum kirkjunnar, eiga eiminn að skiljast
þeir sterkir og gagnlegir viðir, sem úr þeirri
gömlu kirkju til hinnar nýju brúkaðir verða.19
í vísitasíu Ólafs biskups Gíslasonar 1748
segir: „Kirkjan með útbrotum... moldir
kirkjunnar taka nokkuð að bila, sem
staðarhaldari tekur í akt með hentugleikum;
annars er þetta hús vænt og vel standandi,
nýlega uppgjört.“ Magnús Már (bls. 149)
telur líklegt 1743-44, hafi gamla stafkirkjan
verið felld og torfkirkja reist í hennar stað.
Árið 1748 var þessi breyting um garð
gengin. Greinilegt er að hún byrjar með því
að torfveggir eru hlaðnir meðfram báðum
langhliðum timburkirkjunnar og að
kórbaki. Það hefur presturinn, Magnús
Guðmundsson, annast. Hann var aðeins um
áratug á Valþjófsstað, því 1742 hafði hann
brauðaskipti við Hjörleif Þórðarson, sem þá
prestur á Hallormsstað. Hjörleifur gegndi
prestsstarfi á Valþjófsstað í 44 ár, eða til
1786, og var meðal virtustu presta á sinni
tíð, lærdómsmaður góður, skáldmæltur, og
virðist hafa kunnað latínu eins og
móðurmálið. Hann þýddi Passíusálma
Hallgríms Péturssonar á latínu og var
þýðingin gefín út í Kaupmannahöfn 1785,
einnig orti hann ,Háttalykil‘ á latínu, sem
var prentaður 1918. Af honum er komin
mikil embættismannaætt á Austurlandi og
víðar.20
Það kom því í hlut Hjörleifs að fullgera
breytingu timburkirkjunnar í torfkirkju.
Eftir lýsingu torfkirkjunnar 1748 að dæma
hefur hún verið nokkum veginn með sama
grunnfleti og timburkirkjan, líka með
útbrotum, sem færð voru undir sama þak.
Burðarviðir stafkirkjunnar hafa verið
notaðir en hafa líklega verið lækkaðir til
muna. Ágúst Sigurðsson ritar:
Síra Hjörleifur hófst brátt handa um
kirkjugerðina og er torfkirkjan byggð á fyrsta
131