Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Síða 135
Stafkirkja og rauðviðarskáli á Valþjófsstað
kringlunni eru fjórir sams konar drekar,
fléttaðir saman. Bítur hver þeirra í sporð
sér, en klærnar tengjast í miðju. Þar er líkt
og óskapnaðurinn sé bundinn í fjötra. Hin
guðlega regla nær yfirhöndinni, enda telja
sumir fræðimenn að „hinn ríki konungur“
sé enginn annar en frelsarinn Jesús Kristur.
Ellen Mageroy segir útskurð hurðarinnar
„eiga sér helst hliðstæður í dyraumbúnaði á
ákveðnum hópi af norskum stafkirkjum“.22
Hurðin er fyrst nefnd í vísitasíu
Brynjólfs biskups 1641, sem fyrr getur, og
er þá innri hurð fyrir stafkirkjunni. Þegar
hún var rifín um 1745 og torfkirkja byggð í
hennar stað, halda menn að hurðin hafi
verið stytt um þriðjung, og einn myndflötur
tekinn neðan af henni; auk þess var hún
gerð að útihurð og fór þá brátt að hrörna.
Arið 1829 var Eyjólfur Isfeldt fenginn til að
gera við hurðina. Er sagt að hann hafi
„höggvið upp mikið af því bíldhöggvara-
verki sem á henni er“ og málað hana. Þetta
verður að skilja svo að hann hafi skýrt upp
myndskurðinn. Auk þess bætti hann
stykkjum í hurðina.23
Stefán Arnason prófastur á Valþjófsstað
(1836-1858) ritaði nákvæma lýsingu á
hurðinni, dagsetta 12. jan. 1850, sem birt er
í riti Bæksted um íslenskar rúnaristur 1942.
Þar segir í lokin:
Sögn manna er, að fyrrum hafí 3 hringar verið
á hurðinni, og hún þá miklu breiðari en nú, sem
einnig lætur að líkindum að verið hafi, sé hún
frá skála þeim enum mikla, sem var hér á
Valþjófsstað, sem ekki er heldur ólíklegt,
vegna þess að lokrekkju dyraíjalirnar voru allar
með áþekku skurðsmíði þegar eg kom hingað
1812, en sem síðan eru glataðar.24
Svo virðist sem þessi umsögn Stefáns hafi
komið þeim langlífa orðrómi á flot, að
hurðin hefði upphaflega verið fyrir skál-
anum, sem um er fjallað í næsta kafla.
Árið 1851 (eða 1852) var Valþjófs-
staðahurðin afhent Þjóðminjasafninu í
Kaupmannahöfn, í skiptum fyrir nýja hurð
og tvo ,álnarstjaka‘, sem enn prýða altari
kirkjunnar, en munu ekki vera til margra
fiska metnir. Þar var málningin skröpuð af
henni og aftur gert við hana af færustu
forvörðum safnsins og skipaði hún
heiðurssess í safninu allt til þess er hún var
afhent íslenska ríkinu í tilefni Alþingis-
hátíðar 1930, ásamt fleiri gripum. Þá var
henni komið fyrir í geymslu í kjallara
Landsbókasafnsins, en Þjóðminjasafnið var
þá til húsa á efstu hæðinni. Þegar
Þjóðminjasafnið flutti í núverandi byggingu
við Suðurgötu um 1950 fékk hurðin aftur
sinn virðingarsess. Halldór Sigurðsson á
Miðhúsum smíðaði og skar út nákvæma
eftirlíkingu, sem gefín var nýrri kirkju á
Valþjófsstað 1966, og er þar nú innri hurð.25
Árið 1939 setti Barði Guðmundsson
þjóðskjalavörður fram þá skoðun sína, að
Randalín Filipusdóttir, ekkja Odds
Þórarinssonar á Valþjófsstað hafí skorið út
Valþjófsstaðahurðina eftir víg Odds 1255.
Þessi tilgáta tengist hugmyndum hans um
Þorvarð Þórarinsson sem höfund Njálu.
Telur hann að Þorvarður hafi notað
kunnugar persónur úr samtímanum í
söguna, eins og skáldsagnahöfundar gera
nú, og bendir á líkingu Randalínar við
Hildigunni Starkaðardóttur í Njálu, en um
hana segir sagan: „Hún var svo hög, að fáar
konur voru þær er hagari voru“. Auk þess
telur Barði að Oddaverjar hafí rækt hina
evrópsku riddarasöguhefð meira en aðrar
íslenskar ættir, og Randalín var afkomandi
Magnúsar konungs berfætts, sem hafði ljón
í skjaldarmerki sínu.26 Ef þessi tilgáta errétt
er hurðin nokkru yngri en almennt er talið.
133