Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 136
Múlaþing
Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum
hefur skotið frekari stoðum undir þessa
tilgátu Barða. Hann bendir á að Randalín
hafí gefið Skálholtskirkju mestallar eigur
sínar, til að Oddur eiginmaður hennar mætti
fá leg í vígðri mold (sbr. tilgátu Agústar um
Valþjófsstað bls.3). í Sögu Arna biskups,
frænda hennar, eru þessi ummæli höfð eftir
henni: „Enn fremur mun eg, til sálarheilla
Oddi, ofra einhverjum grip, herra biskupi
og stað til sæmdar“. Álítur Rögnvaldur að
þessi gripur sé Valþjófsstaðahurðin.27
Rauðviðarskálinn
Sú saga gekk í Fljótsdal að Valþjófs-
staðahurðin hefði upphaflega verið fyrir
mikilli skálabyggingu, sem menn héldu að
fomkappinn Þórður hreða hefði srníðað, en
hann er talinn hafa verið á dögum á síðari
hluta 10. aldar. í skálanum var hátt til lofts
og vítt til veggja, og tvær útidyr svo stórar,
að sagt var að Skálholtsbiskup og sveinar
hans hefðu eitt sinn riðið þar inn í óveðri.28
Þessi mikla bygging stóð lítið breytt fram
yfir aldamótin 1800.
Arnheiður Sigurðardóttir (1966) segir
að samkvæmt Sturlungu hafi skálinn á 13.
öld yfirleitt verið svefnhús allra heimilis-
manna, jafnt húsbænda sem vinnufólks og
gesta: „Á betri heimilum Sturlungaaldar
hefur skálum verið skipt í karla- og
kvennaskála. Þeir virðast hafa verið með
innstoðum og líklega ásaþaki. I þeim hafa
verið fastir svefnstaðir, set, en einnig stafn-
rekkjur og lokrekkjur. Víða kemur fram að
skálar hafa verið tjaldaðir innan“.29
I fyrrnefndri úttekt séra Halldórs
Eiríkssonar fyrir Brynjólf biskup í sept.
1660, er minnst á „skálann og stóra
eldhúsið, hvað oss virðist næsta ómögulegt
á þessum dögum fyrir félítinn mann skuli
hann við öllu sjá í sína ábyrgð og fullar
vörslur taka, án tilbærilegs álags...“. Leggja
þeir til að þessi hús og „önnur stórhýsi so
stór, ónauðsynleg á þessum tímum, megi
með yfirvaldsins leyfi með tíð og tíma
saman færast og setjast til hæfilegs vaxtar
sem hentar [leturbr. mín]“.30
Þarna kemur glöggt fram að hinn forni
húsakostur á Valþjófsstað var miðaður við
miklu fleira fólk og meiri umsvif en raunin
var á 17. öld, en kirkjustjómin hafði reynt
að láta prestana viðhalda honum. Gildir það
að sjálfsögðu líka um stafkirkjuna.
Skálinn á 18. öld.
Næst er minnst á skálann í úttekt 1698, sem
er líklega týnd (?), en 1727 fær hann þessa
umsögn:
Skálinn heldur enn sama formi og byggingu,
sem umskrifað er í næstfyrirfarandi staðarins
úttekt [1698] fyrir utan 3 lokrekkjur með þili
framan fyrir Kvennaskálanum, sem þar nú ekki
em, og presturinn Sr. Magnús segist sjálfur
vilja tilsvara. Skálinn er allur nokkuð
tilgenginn, fyrir utan þverþilið er skálana
aðgreinir.31
Síðan er getið um brotnar sperrur, sem þurfi
að endumýja og áætlaður kostnaður við það
60 álnir. Um 20 árum síðar, árið 1748, er
skálanum aftur lýst í úttekt staðarins. Þá er
búið að breyta honum nokkuð að innan, og
minni hluti hans, líklega ,kvennaskálinn‘,
er þá kallaður stofa.
Skáli, 4 stafgólf, með 5 stöfum á hvorn veg,
með mörgum bitum og sperrum yfir, tvennum
langböndum á hvom veg og sillum beggja
vegna, upprefti af gamalli reisifjöl og höggrafti
í einu spíssi. Reisifjölin [?] er niður fallin, en
fyrir ofan langband á einu gólfi og langbandið
sjálft brotið. Þrjú lokrekkjustæði eru í
skálanum með þili framan undir, samt (dyra
umbúningi o.l.), en af 5 bríkarrúmum sem
134