Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 140
Múlaþing
Teikning af skála sem birtist í Sögunni af Gunnlaugi ormstungu og Skáld-Rafni, sem gefin var
út í Khöfn 1775. Sumir telja að lýsing skálans á Valþjófsstað frá 1767 hafl verið notuð sem
Jyrirmynd, en raunar ber myndinni lítið saman við þá lýsingu.
en hún var endurbyggð sem torfkirkja á 18.
öld, og hefði þá þurft að stytta hana, því að
kirkjudyrnar voru mun lægri. Þetta virðist
hafa verið alrnenn skoðun í Fljótsdal á 19.
öld.
Séra Stefán Arnason segir beinlínis
(1850) að „lokrekkjudyrafjalirnar voru allar
með áþekku skurðsmíði [og hurðin], þegar
eg kom hingað 1812, en sem síðan eru
glataðar“.39 Líklegt er að hann meini
laufaskurðinn og etv. drekamyndirnar á
hurðinni.
I gamalli útgáfu af Gunnlaugs sögu
ormstungu (1775) er stór teikning af
skálabyggingu, sem kvað vera gerð með
hliðsjón af lýsingu Valþjófsstaðaskálans, en
lítið ber henni saman við lýsinguna. Til
dæmis eru gluggaopin neðst á þekjunni, og
engir þverbitar sjáanlegir. Þar er teiknað
eldstæði í skálanum, sem líklega hefur
verið þar í upphafi, en hvergi er getið um í
lýsingum hans. ,Rauðviðurinn‘ var líklega
lerki frá Rússlandi eða Síberíu, sem rak
mikið áður fyrr og hafði mun betri endingu
en fura eða greni.
Eina húsið sem enn stendur á íslandi,
sambærilegt við skálann á Valþjófsstað er
skálinn á Keldum á Rangárvöllum, sem
líklega er jafn gamall að stofni til, en hefur
margsinnis verið endurbyggður að veggjum
og þökum. Burðarvirki hans er þó talið að
mestu leyti upprunalegt, það er af
stafverksgerð og álitið vera rekaviður af
Landeyjasandi. Keldnaskáli virðist alltaf
hafa verið með veggjum úr torfi og grjóti,
en þiljaður var hann innan, þó að nú séu þær
þiljur að mestu horfnar. Moldargólf hefur
lengi verið í skálanum. Grind skálans er
138