Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 145
Sr. Ingvar Sigurðsson
Ferð á Alþingishátíðina
á Þingvöllum 1930
að var að morgni þess 20. júní að
Brúarfoss kom hér brunandi inn á
ijörðinn til að taka hátíðargestina,
sem héðan voru að fara. Eg var þó ekki í
neinum ferðahug, en þegar ég heyrði að
skipið stæði við tvær stundir datt allt í einu
í mig að fara, og var kominn um borð eftir
rúmlega 1 /2 klukkustund. Að vísu hafði ég
beðið afgreiðslumanninn að mælast til þess
við skipstjóra að hann biði mín eina
klukkustund, þar sem skipið var degi á
undan áætlun. En skipstjóri svaraði því, að
hann skyldi bíða til klukkan 7 á Vopnafirði
og hefði þá séra Ingvar nægan tíma að
koma. En hann hafði í flaustri farið Ingvara
feil, haldið að beiðnin væri stíluð vegna
séra Ingvars á Skeggjastöðum1, því mig
þekkti hann aðeins undir Vigfúsarnafninu.
Um borð var nálega hvert pláss
upptekið. Þó fengum við þrír2, sem héðan
fóru, góðan klefa og leið vel alla leiðina.
Viðkoma var aðeins á Vopnafirði, Norð-
fírði, Eskifírði og Reyðarfirði og loks í
Vestmannaeyjum. Á Vopnafírði komu 3-4
um borð, nokkru fleiri á Norðfírði og aðeins
fáir á Eskifirði, því þaðan fór fullur togari af
fólki. Aftur kom fjöldi fólks úr Héraði á
Reyðarijörð og tók sér far þaðan. Var búið
um flesta í lestinni og reynt að láta fara sem
best um þá. Með skipinu var ijöldi íslenskra
stúdenta, sem komu ytra frá, til að vera á
hátíðinni í sumarfríinu. Höfðu þeir stundað
allskonar nám í ýmsum löndum Norður-
álfunnar.
Af nafnkenndum mönnum sem með
skipinu voru ytra frá langar mig sérstaklega
að geta eins, sem vakti athygli margra
farþeganna. Það var þrekvaxinn og tígul-
legur öldungur, mjög góðlegur og göfug-
mannlegur á svip. Maður þessi var sr. Jón
Sveinsson frá Skipalóni, sem allir kannast
við undir nafninu Nonni af bókum þeim
sem hann hefír ritað. Hann hafði fengið um
600 kr. styrk héðan að heiman til að sækja
hátíðina, og var nú kominn til að sjá
fósturjörðina að líkindum í síðasta sinn, því
maðurinn var orðinn 73 ára gamall. Ég
veitti því athygli, að hvar sem hann kom í
land, hópuðust börnin utan um hann, er þau
heyrðu hver hann var. Gaf hann sig allan á
tal við þau, sem snérist aðallega um bækur
hans, sem öll höfðu lesið og endaði það
með því, að hann trakteraði allan hópinn á
ávöxtum. Sérstaklega kvaðst hann hafa
orðið hrifínn af einum 7 ára dreng, sem
hann hitti á Reyðarfirði. Drengurinn vék sér
að honum og spurði hann að heiti: „Ég heiti
Jón Sveinsson", svaraði hann. „Hvað varstu
kallaður þegar þú varst lítill“? spurði
drengur. „Þá var ég nefndur Nonni“, mælti
143