Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 146
Múlaþing
Löggœslumenn á Þingvöllum 1930. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
hann. „Ertu þá Nonni frá borginni við
Sundið?“ spurði drengur. Hinn kvað svo
vera og fór svo að spyrja hann út úr bókum
sínum, og furðaði sig á því, hvað
drengurinn var allsstaðar vel heima og
greindarlegur í svörum. Eg sagði, að það
væri ánægjulegt fyrir hann að sjá svona
góðan árangur starfa sinna, og kvað hann
svo vera, en bætti við, að svona hefði það
gengið til alla leiðina frá Frakklandi, um
Þýskaland og Danmörk, að hvar sem hann
kom á járnbrautarstöðvar og hitti böm fyrir,
hefðu þau öll lesið bækur sínar, „og þó
skrifaði ég þær svo fljótt og einfalt,“ sagði
hann ennfremur. Nú kvaðst hann ætla að
dvelja sumarlangt í Eyjafírði og rita nýja
bók um þetta ferðalag, sem þýskur
bókaútgefandi kostaði.
En hálf ömurlegt fannst mér að vita til
þess, að nálega ekkert af því feikna fé sem
inn kemur fyrir bækur hans skuli renna í
hans vasa. Hann er farandprestur, tilheyrir
Jesúítareglunni og hirðir hún allar tekjur
hans, en lætur hann hafa sitt afskammtaða
uppeldi.
Á Reyðarfirði fengum við hverja
fréttina annarri hátíðlegri um fólksijölda,
sem væri á leiðinni til Reykjavíkur. Á öllum
vegum bæði á sjó og landi og einnig, að von
væri á enskri flugvél loftleiðis og jafnvel
[væri von á] Zeppelin greifa. En ein frétt sló
þó fremur óhug á farþegana. Það voru
veðurskeyti, sem hermdu áframhaldandi
rigningatíð þar syðra. Þegar kom suður í
Meðallandsbugtina sáust fyrstu regnský á
lofti og réðum við af því, að nú væmm við
að nálgast óveðrasvæðið.
Á sunnudagskveldið 22. júní komum
við til Vestmannaeyja og lá þar inni
Dronning Alexandrina og fleiri skip.
Skömmu síðar kom einnig Lagarfoss
þangað. Skiptu þessi skip farþegunum
þaðan, sem voru margir, bróðurlega á milli
sín.
Á mánudagsmorguninn fórum við fyrir
Gróttutangann og gat þá að líta ótal skip á
144