Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 148
Múlaþing
Héraðsmerki Múlasýslna og kaupstaða á Austurlandi. Mynd úr bókinni Alþingishátíðin 1930.
vestan við Almannagjá var reist bílatorg.
Stóðu þar tveir verðir af þeim áttatíu, sem
gættu reglu á Þingvöllum. Vom þeir klæddir
hvítum gúmmíkápum með bláum krögum
og uppslögum á ermunum og samlitum
húfum. Oðara en við nálguðumst þá gáfu
þeir merki að stoppa og sögðu , að ekki væri
leyft að aka lengra á bíl. Var þó eftir
klukkutíma gangur og komin talsverður
rigningarsuddi. Við sendum þá til formanns
lögreglunnar og fengum hjá honum leyfi að
mega aka alla leið. Þegar austur úr gjánni
kom blöstu við ótal tjöld á Þingvallatúni og
á völlunum meðfram veginum og sum
þeirra æðistór, svo ófróðum aðkomumanni
gat þar virst vera komin tjaldborgin. En við
áttum eftir meira að sjá. Eftir að við höfðum
ekið góðan spöl austur með völlunum gaf
okkur sjón að líta. Sáum við þar heila borg
af tjöldum, eins og yfir stórt stöðuvatn væri
að líta í rigningarsvækjunni. Var þeim raðað
eftir sýslum og skipað í hverfí, tölusett og
með götum á milli. Engin þægindi voru í
þeim utan vatnsheldur segldúkur á gólfinu
og teppi. Fjöldinn hafði matvæli með sér
svo og hitunaráhöld. Eg get hugsað mér, að
sjaldan hafi verið beðið sameiginlega af
jafn mörgum hér á landi, sem þetta kveld á
Þingvelli, að veðrið vildi batna, enda varð
sú raunin á, því að morgni var komið besta
veður.
Fimmtudagsmorguninn 26. júní var uppi
fótur og fit í tjaldborginni. Voru menn
komnir á fætur klukkan sjö og famir að
ræsta sig og taka sér árbít. Flófst hátíðin
með guðsþjónustu, sem átti að byrja
klukkan níu í Almannagjá. Prestar gengu
hempuklæddir í skrúðfylkingu 43 að tölu og
tóku sér stöðu á grasflöt skammt frá
prédikunarstólnum, sem reistur var á háum
kletti uppí vestri gjárbarminum, málaður
grár að lit eins og grjótið í kring og lágu
tveir stigar þangað upp. Laust eftir klukkan
níu kom biskup og þar næst ráðherrar,
konungur3 og aðrir tignargestir. Eftir að
forsætisráðherra4 hafði kynnt prestana tyrir
konungi kom hann og heilsaði þeim. Var
sunginn sálmurinn Víst ertu Jesús kóngur
klár. Því næst steig biskup5 í stólinn og
lagði út af þessum orðum Davíðs: Þetta er
dagur sem Drottinn hefur gert, fögnum og
verum g/aðir á honum. Talaði hann hátt og
hvellt og endaði ræðuna með hjartnæmri
bæn. Síðan var sunginn sálmurinn Faðir
andanna og hljómaði hann vel og hátíðlega
í þessu tilkomumikla guðshúsi náttúrunnar.
Er þetta áreiðanlega tjölmennasta guðs-
þjónusta, sem haldin hefur verið hér á landi.
Að lokinni ræðu biskups var gengið til
Lögbergs, sem var miklu neðar í gjánni.
Höfðu sýslurnar sérstök merki, sem borin
voru á stöng, er sýslubúar áttu að fylkja sér
146