Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Side 150
Múlaþing
Frá sögusýningunni. Mynd iir bókinni Alþingishátíðin 1930.
jafnvel mælt að ein kona hafí orðið svo
flemtsfull, að hún hafi hrópað upp og beðið
fyrir sér og sagt: „Nú er það að ske, sem
spáð var“. En maður hennar hastaði á hana
og sagði að þetta væru flugeldar, sem menn
væru að gera sér til gamans. Enda var það
svo, því brátt sáust allskonar hnettir á
loftinu, sem fóru brakandi og smellandi
með sífellt vaxandi hraða þar til þeir
sprungu. Urðu sumir þeirra að skrautlegum
reykskýjum, aðrir að silfurlitum stjömum
eða sólum og enn aðrir tættust sundur í ótal
agnir og komu út úr þeim fánar ýmissa
þjóða, sem svifu í loftinu og dreifðust
langar leiðir fyrir golunni. Þessu hélt áfram
nokkra stund og fannst mér það vera
einhver áhrifamesta stund hátíðarinnar.
Enda heyrði ég það haft eftir mörgum
útlendingum, að þeir hefðu aldrei horft á
jafn tilkomumikla flugelda, en það var
bergmálið, sem gerði þá svo stórkostlega.
Um kvöldið átti Íslandsglíman að fara
fram, en vegna þess að þá var komin
rigning og kalsaveður, varð að fresta henni,
en sem betur fór batnaði veðrið um nóttina.
Föstudagsmorguninn rann upp bjartur
og fagur. Var þá enn uppi fótur og fít við
tjöldin, því sumir voru að búa sig á
kappreiðarnar, en aðrir að ganga til
Lögbergs að hlýða á ræðu forseta neðri
deildar, Benedikts Sveinssonar, sem hvort
tveggja fór fram á sama tíma. Ég kaus
heldur að ganga til Lögbergs og var
viðstaddur er gerðardómssamningarnir
voru undirskrifaðir og hlýddi á fund í
sameinuðu þingi. Klukkan þrjú þennan dag
var Vestur-íslendingum fagnað að Lögbergi
með hálftíma ræðuhöldum, en ekki hlýddi
ég á það. Mat ég meira að tryggja mér góða
aðstöðu við sögulegu sýninguna, því ég sá
að fólk var farið að þyrpast í brekkuna niður
af Lögbergi, þar sem hún átti að vera. En
þegar sýningartíminn var kominn, komu
lögreglumenn og skipuðu mannijöldanum
að hafa sig á brott úr brekkunni ofan við
sýningarsvæðið, og fara út í Öxarárhólma
148