Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 153
Ferð á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930
Þingvallabærinn, tjöld í baksýn. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
að sýslumaður hélt ræðu fyrir minni þessara
aðkomugesta og bauð þá velkomna í
tjaldið,svo mikla kvað hann vera gestrisni
Rangæinga enn. Þá var og fjörugt í mörgum
tjöldum, svo ekki varð svefnsamt lengi
fram eftir nóttinni, því hljóðglöggt var á
milli þeirra og sumir höfðu með sér
grammófóna, sem spiluðu og sungu í það
endalausa. Einkum er mér þó minnistæður
gamall karl, sem hélt til í næsta tjaldi við
mig. Hann var svo kátur og skrafhreifur, að
hann lét sér ekki nægja að tala við tjaldverja
sína, heldur talaði hann yfir mörg tjöld tvær
fyrstu næturnar. En síðustu nóttina var hann
svo veikur, að hljóðin heyrðust um næstu
tjöld og varð af hafa lágt hans vegna. En
daginn eftir var hann allhress. Eg sá hann
aldrei persónulega, en gerði mér þá hug-
mynd um hann, að hann væri hávaðamaður.
Á laugardaginn var talsvert farið að bera
á brottför manna. Menn fóru að smátínast
burtu og því meir sem á daginn leið. Þó
voru eftir þrjú atriði á dagskránni, sem vert
er á að minnast. Klukkan þrjú þennan dag
fór fram leikfimissýning í tvennu lagi. Fyrst
var hópsýning. I henni lóku þátt um
hundrað manns undir stjórn Jóns Þorsteins-
sonar.
Var tilkomumikil sjón að sjá hann
stjórna hópi ungra og vaskra manna koma í
fímmsettri fylkingu undir stórum fána inn á
íþróttapallinn syngjandi erindið Öxar við
ána. Jafnskjótt og þeir fyrstu stigu fæti inn
á pallinn glumdi við lófaklappið í fólkinu,
sem ekki þagnaði fyrr en allur hópurinn var
búinn að taka sér stöðu á miðjum pallinum.
Rak þá hver íþróttin aðra líkar því sem
fyrsta kveldið, en ennþá fleiri og stór-
brotnari. Var byrjað með gangæfíngum, en
því næst tóku við stökk svo stórfengleg, að
ég hefí aldrei þvílíkt séð. En ekki virtust þar
allir leika jafn fimlega, svo stundum lá við
151