Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 159
Bruninn í Hernies 2. ágúst 1928
Danska varðskipið Fylla. Myndin er frá danska sjóhermm.
í kjallara bjuggu
hjónin Bjarni Jóns-
son og Margrét Þor-
steinsdóttir ásamt
börnum sínum Stef-
áni og Aðalbjörgu.
Komust þau út án
þess að hljóta af
skaða, en ekki held
ég að neitt af þeirra
eigum hafi bjargast.
Einnig bjó þar
Guðjón Þorsteinsson
(Guðjón Púki) og
bjargaðist hann líka.
Þegar í ljós kom,
að allir höfðu bjarg-
ast, var farið með
okkur sem slösuð-
umst upp í Tungu, þar
sem Jón Pálsson dýralæknir hafði aðsetur.
Þá var liðinn u.þ.b. hálftími frá elds-
upptökum og var húsið að mestu leyti
brunnið. Það fyrsta sem gert var, að lýsi var
sett ofan í brunasárin, þar á meðal á
handleggina á mér, en þeir voru mjög
brunnir og síðan var sáldrað ofan í þetta
hveiti, svo það myndaði alveg hellu yfir
brunasárunum. Var þetta mjög sársauka-
fullt. Sigríður eldabuska var einnig mikið
brennd á fæti.
Læknir fyrir Eskifjörð og Reyðarijörð
var þá Sigurður Kvaran og var hann með
aðsetur úti á Eskifirði. Hvort hann kom á
hesti eða bát, man ég ekki, en þá var ekki
orðið bílfært milli þessara staða.
Kristján fór strax til Egilsstaða til að
sækja þá læknana Bjarna Guðmundsson á
Brekku og Ara Jónsson, sem þá bjó á
Hjaltastað. Var haft símasamband við þá. Þá
var ekki bílfært alla leið á þessa staði, svo
að læknarnir þurftu að ferðast hluta af
þessari leið á hestum, svo þetta tók þó
nokkurn tíma. Samferða læknunum og
Kristjáni frá Egilsstöðum var síðan Steindór
Hinriksson frá Dalhúsum og sagði hann svo
frá, (hefur e.t.v. verið bílhræddur líka), að
þetta hefði ekki verið þægileg ferð, þar sem
„allt var keyrt í botn“ eins og sagt er nú á
tímum.
Seinni hluta þessa sama dags, vildi svo
til að danska varðskipið „Fylla“ kom inn á
Reyðarfjörð og var það af þeirn orsökum að
einn skipsverja hafði áður komið á
Reyðarfjörð og þótt hann svo fallegur að
ákveðið var að leyfa honum að skoða
staðinn aftur, þar sem varðskipið var ekki
bundið af fyrirfram ákveðinni áætlun. Veit
ég ekki til, að þetta varðskip hafi fyrr eða
síðar komið inn á Reyðarfjörð.
Þá var héraðslæknir á Seyðisfirði Egill
Jónsson, bróðir Þorsteins kaupfélagsstjóra
og Sigríðar símstöðvarstjóra á Egilsstöðum.
Var Sigríður búin að koma því svo fyrir að
Egill ætlaði að taka við okkur ef við
kæmumst þangað, þótt ekkert pláss væri
157