Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Page 161
Geir Sigurðsson frá Rauðholti
1902 - 1982
Örnefnavísur
Höfundur vísnanna ólst upp í Dölum í Hjaltastaðarþinghá frá þriggja ára aldri og eiga
ömefnin sem inn í þær eru fléttuð öll við einhver fyrirbæri í heimalandi eða túni þar og eru
flest í notkun enn í dag.
Það vekur nokkra furðu, að ekki er augljóst hvar þau fjögur eyktamörk eru sem
höfundur vísnanna segist hafa fundið. Því bið ég glögga lesendur að slást í för með okkur
í þessa ljúfu náttúruskoðunarferð um Dalaland og finna út úr orðalagi leiðsögumannsins,
hvar þau tvö eru, sem ekki eru nefnd sem slík.
Þess má geta að af þeim 44 ömefnum sem tilgreind eru í kvæðinu er mikill meirihluti
lítið eða óbreyttur hálfri öld síðar, þegar Ingvar Guðjónsson gerir ömefnaskrá fyrir jörðina.
Sævar Sigbjarnarson bjó til prentunar.
Örnefni áður ég þekkti
öll hér á þessum stað.
Minningar margar það vekti
að mega nú uppriija það.
Eg dái þig Dalalækur
því dillandi létt þú hlærð.
I þér oft bleytti ég brækur,
þá blöskraði mér þín stærð.
Lambhús og Kvíaklettur,
Króarhraun, Bugur og Gmnd.
Já, margur er minningablettur,
Mannsás og Tjarnhöfðasund
Dimmur er Dalahellir,
hans draugalegt rökkurhúm.
Þar heyrast oft hurðaskellir
hljóma' um hið víða rúm.
Lágvaxinn Hellisás hlýðir
á hljóðláta Vegatjörn.
Hann lyngi er vaxinn og víði,
og vel sér um lóunnar börn.
Um Tjarnarás tindilfætt lóa
trítlar í kringum sitt bú.
Hræðist hún krumma og kjóa,
sem koma hér svífandi nú.
Bjarglandsá með bylgjufasi
byltist fram við hamraþil.
Fannaskauti faldar Snasi.
Fagriskógur, Svartagil.
Krossbláin nærri' er í norður
niður af Arnsetuhvamm.
Vegalæk skemma engar skorður.
Hann skoppar þar óhindrað fram.
159