Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2006, Blaðsíða 162
Örnefnavísur
Illadý seiddi oft sauði með sígrænar mosaflær. Hverri kind dæmdur var dauði, sem dirfðist að fara út á þær. Mýrarhjalla ég mætti, Mótjörnum þar við bætti, Höfðum og Hestahjalla, heim um Lækjadal lalla.
Af Vatnshnjúk ofan í Vegaskarð vel sá þar yfír Fláa. Að Háuöxl síðan halda varð, hennar um kletta gráa. Brá mér niður á Bringur, er blessaður vorfuglinn syngur, um sumar og sígræna haga sólríka ánægjudaga.
Labbað var frá Lönguhlíð, litið inn að Söðli. Senn var þá liðin smalatíð, snúið var heim að Stöðli. Um Fitann var gott að ganga gekk áfram út á Tanga. Á blálofti blikaði sólin, björt skein á Hlíðarhólinn
I skýjarofi birtu blíða bar á Vötaklett. Sá ég yfír landið líða lítinn sólskinsblett. Bringuhaus brag vildi seiða. Beið hún mín Kolbeinsbreiða. Um engjarnar æddi þráin, eftir var Dalabláin.
A sólina eins og klukku kann, kunni því vel að vonum. Eyktamörk ég ijögur fann fljótt af ömefnonum. Brekkumar skrauti skarta skrúðguð er bjarkafjöld. Haustliti hreina og bjarta hljóta um slægjugjöld.
Eyktamörk nokkur má nefna næst er til íjalla að stefna. Yst er Hádegishnjúkurinn, hátt yfír Nibbum nónstað finn. Slægjugjöld mim eiga við heyskaparlok og vísa til þess, að menn gerðu sérþá dagamun á svipaðan hátt og var um töðugjöld, þegar tún voru alhirt. S.S.
Á Norður-Breiðu ég náði, nokkuð þar af mér bráði. Af huganum helst vildi létta, hjóp upp á Amsetukletta.
160