Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 11
Happadagur íslenskrar fornleifafræði?
Séð heim að Miðhúsum. Silfursjóðurinn fannst við horn íbúðarhússins sem er í byggingu. Ljósmyndari: Þór
Magnússon. Eigandi myndar: Þjóðminjasafn lslands.
efnistœgjur“n sem reyndust ekki vera ofíð efni
heldur úr homi sem giskað var á að væri „af
hvalskíði og hafi sjóðurinn verið í öskjum úr
því efni.“'A Skíðisöskjur eru þó ekki almennt
þekktar sem hirslur úr fornleifafundum.15
Vel var leitað á fundarstaðnum, mold
sigtuð og fundust þá sjö lítil silfurbrot til
viðbótar, öll smá. I það heila fundust „44
silfurhlutir,16 stórir og smáir, silfurteinar,
œtlaðir til að höggva niður til greiðslu eða
smíðaefni, og skartgripir eða hlutar afþeim,
armbaugar og hálshringar f Talan 44 gefur
til kynna hvert einasta brot í sjóðnum, jafnt
brotið sem hoggið. Vegna þess hvemig það
var skorið niður og hoggið þykir augljóst að
það var ekki lengur notað sem skart heldur
sem gjaldmiðill eða smíðaefni. Sjóðurinn var
635.5 gr. að þyngd.
Grunur vaknar um hugsanlega fölsun
Hvorki Þór né Kristján virðast hafa efast um
uppruna sjóðsins né að neitt væri athugavert
við hann og telja að þama sé á ferðinni ekta
silfursjóður frá víkingaöld. Þór segir í grein
sinni frá 1980: ,fillt bendir [...]því tilþess,
að sjóðurþessi sé grafrnn íjörðu á 10. öld, en
nákvæmar reynist vart unnt að taka til orðaf'* 1
I gegnum öll lætin sem áttu eftir að fylgja er
ekki að sjá að Þór kviki nokkum tíma frá þess-
ari skoðun sinni. Næstu ár á eftir er sjóðurinn
13 Þór Magnússon, 1980. 17 Þór Magnússon, 1980.
14 Þór Magnússon, 1980.
15 Þór Magnússon, 1980.
16 Þór Magnússon, 1980. Fjöldi hlutanna sem fúndust breytist
nokkuð eftir mismunandi heimildum og eftir því sem tíminn
líður án þess að ástæða þess sé tilgreind eða reifúð nokkursstaðar.
I skrá sem fylgir grein ÞM eru hlutirnir aðeins 41.
9