Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Síða 16
Múlaþing
sem þekkt er frá víkmgatímanum. Eina undan-
tekningin frá því er hringur nr. 3 [...] A hinn
bóginn sýnir málmgreiningin að silfrið í hring
nr. 3 er frá víkingatímum.
Niðurstaða Vilhjálms í greinargerð sinni í
dómnum er því ekki rétt, heldur á hún aðeins
við um hluta sjóðsins eins og bent hefur verið
á en ekki allan eins og Vilhjálmur lætur í veðri
vaka. Vilhjálmur gerist ítrekað sekur um að
rangtúlka eða mistúlka atriði á þennan hátt.
Hefur það komið fram fyrr í ritgerðinni. Fyrir
vikið er hann ekki marktækur í afstöðu sinni.
Kristjana Bergsdóttir alþingismaður, ósk-
aði eftir svari menntamálaráðherra um silfur-
sjóðinn frá Miðhúsum á 120. löggjafarþingi
árið 1995. Þar segir í 1., 2. og 3. undirlið í 1.
hluta svars ráðherrans um niðurstöður dönsku
rannsóknarinnar:
Niðurstöður rannsóknarinnar eru þessar:
1. Rannsóknin leiddi í ljós að efnasamsetning
silfurs í öllum sjóðnum á sér hliðstæður í óve-
fengdum silfursjóðum frá víkingaöld.
2. Allir gripimir bera skýr einkenni víkingaaldar-
smíði, bæði hvað varðar stíl og tækni. Frá þessu
er þó ein undantekning. Af hlutunum fjörtíu og
fjórum sker sig einn úr hvað varðar gerð og er
það hringur nr. 3.
3. Rannsókn sjóðsins gefur ekki tilefni til að
álykta að blekkingum hafi verið beitt í tengslum
við fund hans.
Að lokum segir í 4. undirlið 1. hluta í svari
menntamálráðuherra að 4.: „Þjóðminjaráð
lítur svo á að með þessum skýrslum sé lokið
þeirri rannsókn sem menntamálaráðuneytið
fól ráðinu 12. september 1994,“42
í ályktarorðum Lars Jörgensen safnvarðar
í svari menntamálaráðherra segir að þar
sem það hafi komið ljós á greiningu m.a. á
arabískri silfurmynt frá 9.-10. öld að til séu
42 Þingskjal 503.
myntir án sinks megi ekki líta svo á að taka
beri vöntun sinks sem merki um að silfrið
sé nútímasilfur. Ennfremur segir: „A sama
hátt má benda á að innihald Cu [koparsj í
óvéfengdu víkingasilfri (og Miðhúsasilfri)
getur haft jafnlágt gildi (2-5%) og nútíma-
silfurC43 Um formgerð sjóðsins segir í beinu
framhaldi:
Ennfremur sýnir rannsókn formgerðar að heildar-
samsetning sjóðsins er þeirrar gerðar sem er
einkennandi íýrir Vestur-Skandínavíu, einkum
Noreg. Þetta gildir þannig um [...] hringa nr. 1
og 2 sem báðir eiga sér hliðstæður í norskum
sjóðum. Undantekning fráþessu er hringur nr. 3.44
Það er því augljóst, af niðurstöðu dönsku
fræðimannanna, að það er ekkert sem vefengir
að silfrið, hráefnið sem slíkt, sé frá víkinga-
tímanum. Ennfremur er það eina sem bendir
til þess að sjóðurinn sé ekki í heild frá þessu
tímabili smíði hrings númer 3, að öðru leyti
virðist um ekta víkingasjóð að ræða. Að lokum
segir í ályktarorðum Lars Jörgensens:
Auðvitað má setja fram ýmsar getgátur um hvað
valdi framangreindri samsetningu sjóðsins og
greiningin, sem gerð var, varpar ekki ljósi á.
Verið gæti að sjóðurinn hefði fundist einhvem
tíma áður en heimildir greina og eftir það hefðu
verið gerðar tilraunir með að bræða silfrið og
smíða úr því. Síðan hefðu hlutimir verið grafnir
að nýju. Hringur nr. 3 kynni að hafa orðið til með
þessu móti. Líklegt er að þráðurinn í hring nr. 3
sé gerður af manni með þekkingu á silfursmíði.
Danimir komast í raun að áþekkri niðurstöðu
og dr. Graham-Campell en þar er loks bryddað
upp á þeim möguleika að eitthvað annað búi
á bak við misjafnan smíðaaldur sjóðsins en
fölsun þeirra sem fundu hann eða komu að
43 Þingskjal 503.
44 Þingskjal 503.
14