Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 22

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 22
Múlaþing og að Kristján Eldjám og Þór hefðu komið daginn eftir. Kristján var í fríi á Egilsstöðum, þorpi um 2 km frá Miðhúsum - þvílík tilviljun.!“ g) „Maðurinn sem fann silfrið er silfursmiður og á fyrirtæki (Eik-Þjóðlegt handverk/Oaknational handicraft) sem er sérhæft í málmsmíði." h) „Faðir hans, sem einnig býr í Miðhúsum, var lista- og handmenntakennari við framhaldskóla á Austur- Iandi. Sem slíkur fékk hann skólann til að kaupa öll tæki og tól sem þyrfti til flnsmíða. Þegar hann hætti hjá skólanum tók hann öll tól og tæki með þeim(sic). Þeir í Miðhúsum em sennilega að nota þau enn.“ II. Málsástæður og lagarök stefnenda. Af hálfu stefndu er m.a. tekið fram um málavexti að hinn 15. febrúar 1994 hafi starfsmaður stefnda Þjóð- minjasafns íslands, stefndi Vilhjáhnur Öm Vilhjálmsson, haft símasamband við steíhandann Hlyn Halldórsson og í framhaldi af því hafi stefnandinn Edda Kr. Bjömsdóttir hringt í stefnda Vilhjálm um það bil hálfri stundu síðar. Komið hafi fram í því símtali að stefndi Vilhjálmur taldi öll tormerki á að stefnendur hefðu sagt satt og rétt um fundinn og rituðu stefnendur honum bréf af tilefni þessa símtals. Hinn 25. júní 1994 og vikumar þar á eftir hafi birst í helstu fjölmiðlum landsins ásakanir á hendur stefriendum þess efnis að þau hefðu blekkt stefnda Þjóðminjasafnið og alla þjóðina á sínum tíma með fundi silfursjóðsins. Til dæmis hafi verið sagt í fjögurra dálka fyrirsögn í DV hinn 28. júní 1994: „Þama er um að ræða sviksamlegt athæfi - ámælisvert að sýna sjóðinn þrátt fýrir að skýrslan hafi legið fyrir.“ Daginn áður hafi sagt í fimm dálka fyrirsögn í sama blaði: „Hluti silfursjóðsins frá Miðhúsum talinn falsaður.“ Þar sé jafnframt frá því sagt að formaður Þjóðminjaráðs, Ólafur Asgeirsson, hefði beðið um opinbera rann- sókn. Sama dag hafi sagt í fyrirsögn í sama blaði m.a: „Dr. James Graham Campell prófessor við Lundúnaháskóla: Þjóðminjasafnið blekkt af ásetningi.“ Enn haft sagt í sama blaði sama dag: „Silfúrsjóður, sem nú er talinn falsaður að hluta: „Happadagur íslenskrar fornleifafræði“- hafi verið sagt í Árbók Fomleifafélagsins 1980. I Tímanum 28. júní 1994 hafi verið þriggja dálka fyrirsögn svohljóðandi; „Vill opinbera rannsókn" og hafi þá verið vitnað til formanns Þjóðminjaráðs Ólafs Ásgeirssonar. I Tímanum 29. júní 1994 hafi verið tvær þriggja dálka fyrirsagnir svohljóðandi: „Sjóðasaga og svikið silfur“ og „Áfall fyrir Þjóðminjasafn" í Eintaki 4. júlí 1994 hafi verið fimm dálka fyrirsögn svohljóðandi: „Víkingaaldarsjóðurinn dularfulli frá Miðhúsum. Gmnur um folsun uppi í Þjóðminjasafninu í 6 ár.“ Tilefni ofangreindra blaðaskrifa, sem héldu áfram um langa hríð, hafi verið fyrmefnt bréf dags. 27. febrúar 1994 frá stefnda Þjóðminjasafni Islands undirritað af stefnda Vilhjálmi til dr. James Graham Campell, University Collage, London, þar sem á því var byggt að stefnendur hefðu beitt sviksamlegum blekkingum árið 1980 og reyndunúað leyna málsatvikum í því skyni að viðhalda blekkingunni. Bréfþetta hafi að vísu að meginefni til verið ritað í því skyni að biðja dr. James Graham Campell að koma til íslands og líta á sjóðinn. Svo virðist sem bréfritari hafi talið vissara að hafa áhrif á doktorinn með ummælum sínum um sviksamlegt athæfi stefhanda áður en doktorinn sæi silfúrsjóðinn. Ummælin um stefnendur hafi ekki verið nauðsynleg til að gera hinum enska fræðimanni grein fyrir því verkefni sem hann hafi verið beðinn að athuga og hafði reyndar ekkert með verkefnið að gera og voru í alla staði ófagleg, vilhöll, óviðurkvæmileg og til þess fallin að hafa fyrirfram áhrif á niðurstöðu dr. James Graham Campell. Eftir að niðurstöður danska þjóðminjasafnsins lágu fyrir hafi oftlega verið fjallað um málið í ljölmiðlum og m.a. verið rætt við stefnda Vilhjálm og þá sem höfðu tekið undir aðdróttanir hans í garð stefnenda. Afstaða þeirra hafi verið sú að vefengja skýrslu danska þjóðminjasafnsins og halda því fram að skýrsla dr. James Graham Campell sé enn 1 fullu gildi. Með þessu hafi stefndi Vilhjálmur og fleiri viljað leggja áherslu á að stefnendur hafi beitt stefnda Þjóðminjasafni Islands sviksamlegum blekkingum af ásettu ráði og telji þeir engu breyta þar um að óhlutdrægir fræðimenn, sem um málið hafa fjallað hafi komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða sjóð frá Víkingaöld með einni óljósri undantekningu. Til dæmis hafi Sveinbjöm Rafnsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, komist að þeirri niðurstöðu að aldur sjóðsins sé hinn sami og aldur 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.