Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 23
Happadagur íslenskrar fornleifafræði?
yngsta gripsins í sjóðnum. Hinn 3. júlí 1995 hafi birst leiðari t dagblaðinu DV undir fyrirsögninni „Mannorðs-
hreinsun". Verði af þeim leiðara og öðrum blaðafregnum á sama tíma ályktað að mannorð stefnenda hefði
orðið fyrir miklum hnekki enda þótt nýjustu rannsóknir hreinsi mannorð þeirra.
Kröfur stefnenda um ómerkingu ummæla og bótagreiðslur úr hendi beggja stefndu in soldium eru á því
byggðar að í tilgreindum ummælum felist tvímælalaust aðdróttanir í garð stefnenda beggja. Er á það lögð
áhersla í ummælunutn að stefnendur hafi ætlað að blekkja Þjóðminjasafii Islands af ásettu ráði og geftð í
skyn að stefnendur hafi leynt því að stefnandinn Hlynur haft fengist við silfursmíði. Sé til þess ætlast að
lesendur ummælanna skilji þau svo að stefnendur hafi komið silfrinu fyrir í jarðvegi við hús, sem þau voru
að byggja, og síðan kallað til fomleifafræðinga frá Þjóðminjasafni Islands og sagt þeirn rangt frá um fundinn.
Ekki sé vafi á því að aðdróttun þessi að stefnendum sé virðingu þeirra til hnekkis og hafi aðdróttanir verið
birtar í helstu Ijölmiðlum landsins og að auki í virtum tímaritun eins og t.d. Almanaki Hins íslenska þjóðvina-
félagsins 1996, bls. 203. Að sjálfsögðu muni aldrei takast að afmá þessar sögulegu heimildir um aðdróttanir
og alkunnugt sé að leiðréttingar á röngum aðdróttunum vekja miklu minni athygli en aðdróttanimar sjálfar.
I hinum umstefndu ummælum sé ekki að fmna gildisdóma um stefnendur eða athafnir þeirra, sem réttlætist
af tilgangi ummælanna, svo sem að þau séu framlag til samfélagslegrar eða vísindalegrar umræðu.
Greindar aðdróttanir hafi valdið stefnendum bæði Ijárhagslegu tjóni og miska. Stefnendur vinni að ferða-
mannaiðnaði, þ.á.m. að gerð gripa til sölu á ferðamannamarkaói. Aðdróttanimar hafi að sjálfsögðu haft
neikvæð Ijárhagsleg áhrif á starfsemi þessa og miski þeirra sé stórfelldur. Rétt þykir að gera kröfur í einu
lagi fyrir fébætur og miska í stað þess að aðgreina kröfurnar. Með því sé dómstólum gefið aukið svigrúm
til að ákveða bætur af hvorri gerð sem vera skal. A því er byggt að skylt sé að dæma bæði bætur vegna fjár-
hagslegs tjóns og bætur vegna miska án tillits til þess hvort unnt sé að sýna fram á nákvæmlega hvert tjónið
sé í peningum talið. Nægir að kröfugerð sé innan hóflegra og sanngjamra rnarka og það sé síðan hlutverk
dómstóla að ákveða fjárhæðina innan marka kröfunnar að teknu tilliti til framkominna gagna og kunni dóm-
stóllinn að þurfa að ákveða bætur að álitum.
Hafa beri í huga við mat á saknæmi og ólögmæti háttsemi stefnda Vilhjálms að hann hafi verið opinber
starfsmaður sem misnotað hafi stöðu sína til að halla réttindum stefnenda. Ennfremur því að hin ólögmæta
meingerð gegn æru stefnenda verði ekki réttlætt með neinum hætti sem hér skipti máli. Hafi verið um átök á
milli fomleifafræðinga að ræða réttlæti slíkt ekki ærumeiðandi aðdróttanir í garð utanaðkomandi aðila eins
og stefnenda.
Stefndi, Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, hafi verið starfsmaður stefnda, Þjóðminjasafns Islands, er hann ritaði
bréfið hinn 27. febrúar 1994 til dr. James Graham Campell. Stefndi Vilhjálmur beri persónulega ábyrgð á
hinum refsiverðu og bótaskyldu ummælum og stefndi Þjóðminjasaíh Islands beri ábyrgð á ummælunum, þar
sem þau hafi verið rituð af starfsmanni þess og í þess umboði. Ekki liggi fyrirað þáverandi þjóðminjavörður,
Guðmundur Magnússon, eða Þjóðminjaráð hafi gefið stefnda Vilhjálmi fyrirmæli utn að rita bréfið með
þeim ummælum sem þar sé að fínna. Það breyti ekki ábyrgð stefnda Þjóðminjasafns íslands. Þjóðminjaráð
sé stjómamefnd Þjóðminjasafns íslands og hafi umsjón með rekstri þess. Þjóðminjavörður sé forstöðumaður
Þjóðminjasafns Islands og framkvæmdastjóri Þjóðminjaráðs. Þjóðminjavörður ráði deildarstjóra og sérfræðinga.
Stefnendur komi fram sem einn aðili að kröfugerðinni, bæði um skaðabætur og ómerkingu ummæla. Þau
kreíjast ekki aðgreindra skaðabóta sér til handa.
Um einstök ummæli.
Um A. I ummælum þessum felist aðdróttanir í garð stefnanda um ósannsögli I því skyni að verja sviksamlegar
blekkingarum silfursjóðinn 1980.1 ummælunum felist ærumeiðandi aðdróttun, höfð í frammi gegn betri vitund.
Um B. 1 ummælunum sé gefið í skyn að stefnendur nefni fölsun í bréfi sínu, enda þótt hann hafi sjálfur ekki
notað það orð. I ummælum stefnda Vilhjálms felist ærumeiðandi aðdróttun, höfð í frammi gegn betri vitund,
þess efnis að stefnendur hafi falsað silfursjóðinn og því komi orðið fölsuti fram I bréfi þeirra vegna þess að
þau viti upp á sig sökina.
Um C. Með ummælunum að stefnandinn Edda Kr. Bjömsdóttir hafi gripið andann á lofti eða staðið á öndinni
í símtalinu, þegar hann hafi skýrt henni frá möguleikunum á aldursgreiningu, sé verið að segja að stefnandinn
Edda hafi verið skelfingu lostin, þar sem hún hafi séð fyrir sér að nú kæmist upp um fölsun stefnendanna. I
21