Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Page 24
Múlaþing þessum ummælum felist ærumeiðandi aðdróttanir, hafðar í frammi gegn betri vitund, um að stefnendur hafi falsað silfursjóðinn og óttist að upp komist um svik þeirra. Um D. Með þessum ummælum sé gefið í skyn að stefnendur hafi átt þess von að fá greitt meira en kr. 10.000 fyrir fund silfursjóðsins og þess vegna hafi þau lagt á sig að falsa hann. Þau hefðu ekki gert það ef þau hefðu vitað að þau fengju svo litla umbun. I ummælunum felist ærumeiðandi aðdróttanir, hafðar í frammi gegn betri vitund. Stefnda Vilhjálmi Emi hafi verið kunnugt um eða mátt vera kunnugt um að stefnendur höfðu ekki haft uppi fjárkröfur vegna fundarins. Um E. 1 ummælum þessum felist að stefndi Vilhjálmur hafi verið að vinna að því í starfi sínu að kasta rýrð á stefnendur. Hann hafi sýnt fólki (óskilgreint hvaða fólki) sjónvarpsviðtal við stefnendur og sér hafi þá gengið betur að sannfæra þetta fólk um að maðkur væri í mysunni hjá stefnendum. I sjónvarpsviðtalinu séu hjónin að fela að eiginmaðurinn hafi lært til silfursmiðs. I ummælum þessum felist viðurkenning stefnda Vilhjálms Amar að hann hafi unnið að því í starfi sínu að telja fólki trú um að stefnendur væru ótrúverðugir og hefðu beitt ósannindum og blekkingum til að teija Þjóðminjasafni íslands og öðrum ranglega trú um að fundur silfursjóðsins árið 1980 væri raunverulegur fomleifafundur. Um sé að ræða ærumeiðandi aðdróttanir, hafðar í frammi og bornar út gegn betri vitund. Um F. I ummælum þessum sé frásögn stefnenda og afskipti þjóðminjavarðar, Þórs Magnússonar og fyrr- verandi þjóðminjavarðar Kristjáns Eldjáms gerð tortryggileg. Oefið sé beint og óbeint í skyn að stefnendur hafi jafnvel sammælst með óheiðarlegum hætti um að sviðsetja fund sjóðsins. Það hafi ekki verið tilviljun að Kristján Eldjárn hafi verið staddur á Egilsstöðum heldur hafi það verið liður í samsæri um að búa til fomleifafund. Þetta sé æmmeiðandi aðdróttun í garð stefnenda, höfð í frammi og borin út gegn betri vitund. Um G. Stefnandinn Hlynur sé húsgagnasmiður að mennt og fyrirtæki það, sem vitnað sé til, hafi einungis unnið úr trjáviði, homum, beinum og öðru efni úr íslenski náttúm. Stefndi Vilhjálmur hafi vitað eða mátti vita að Hlynur sé ekki silfúrsmiður og að fyrirtækið vinnur ekki úr málmum. Stefndi Vilhjálmur virðist hins vegar telja það þjóna frekar tilgangi sínum að fararangt með staðreyndir. Hann gefi beint og óbeint í skyn að stefnendur hafi falsað silfursjóðinn og telur hina röngu frásögn gera málstað sinn trúverðugri. í frásögninni felist ærumeiðandi aðdróttanir, hafðar frammi og bornar út gegn betri vitund. Um H. Gefið sé í skyn að faðir stefnandans Hlyns hafi stolið tækjum og vélum af skóla, sem hann vann við. Stefnendur nýti nú hið stolna og séu þjófsnautar eða hlutdeildarmenn, svo notað sé tungutak refsiréttar. Tilgangur stefnda Vilhjálms Amar sé augljóslega sá að styðja ennfremur við þann áburð að stefnendur hafi falsað silfursjóðinn. Um sé að ræða ærumeiðandi aðdróttanir, hafðar frammi og bomar út gegn betri vitund. Varðandi lagarök sérstaklega er vísað til almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 234. - 237. gr., 241. gr., 1. og 2. mgr., 138. gr. og 139. gr. Vísað er til saknæmisreglunnar og skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 26. gr. Þá er vísað til vaxtalaga, reglunnar urn vinnuveitendaábyrgð, þjóðminjalaga nr. 88/1989, einkum 2. gr. og 5. gr., laga um meðferð einkamála um málskostnað og önnur réttarfarsatriði. III. Málsástæður og lagarök stefnda Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Af hálfu stefnda Vilhjálms er m.a. tekið fram um málavexti að er hann var við doktorsnám í fornleifafræði á ámnum 1988 til 1989 hafi hann átt þess kost að skoða umræddan silfursjóð. Það hafi vakið sérstaka athygli hans hve yfirborð silfurmunanna hafi verið hreint og lítt fallið á silfrið, en honum hafi verið kunnugt um að munimir hefðu ekki verið hreinsaðir eða forvarðir á vegum Þjóðminjasafns. Hafi stefnda þótt tilefni til að fram færi rannsókn á sjóðnum með tilliti til aldurs hans og fundaraðstæðna og hafi stefndi ámálgað þá skoðun sína í bréfi til Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar dags. 19. mars 1990. Stefnda hafi ekki borist formlegt svar við beiðni sinni um rannsókn sjóðsins en Þór Magnússon þjóðminjavörður hafi lýst því yfir munnlega við stefnda á árinu 1990 að valda hluti úr sjóðnum mætti rannsaka. Stefndi hafi verið erlendis við nám sitt á þessum tíma og fram til ársins 1993 og hafi ekkert verið aðhafst frekar í málinu um sinn. I apríl mánuði 1992 hafi stefhdi lýst efasemdum sínunt varðandi sjóðinn í bréfi til Halldóru Ásgeirsdóttur og Kristínar Sigurðardóttur forvarða á Þjóðminjasalhinu og hafi stefndi ítrekað beiðni um rannsókn á sjóðnum til Þórs Magnússonar í bréfi dags. 15. maí 1992. Þór Magnússon hafi svarað erindi stefnda með bréfi, dags. 29. maí 1992, þar sem hann hafi veitt leyfi sitt til rannsóknar á silfnrsjóðnum og lýst þar jafnframt efasemdum sínum um að finn- endur sjóðsins hafi haft tilefni til að falsa hann. Stefndi hafi talið ástæðu til þess að svara Þór Magnússyni 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.