Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 28
Múlaþing Krafa um skaðabætur. Yrði talið að umstefnd ummæli væru ómerkjanleg og skaðabótaskyld og að stefndi Vil- hjálmur hefði viðhaft þau, sem starfsmaður stefnda Þjóðminjasafns Islands, sé eigi að síður ekki grundvöllur fyrir skaðabótaskyldu stefnda með vísan til reglna skaðabótaréttar um saknæmi eða húsbóndaábyrgð. Ummælin, svo óheppileg sem þau kunni að vera, yrðu þá talin svo afbrigðileg og óvenjuleg að með þeim hefði stefndi Vilhjáimur ekki verið að sinna starfsskyldum sínum heldur gerst verulega offari. Má um þetta vitna m.a. til H 1962:1974 og H 1983:1399. Þá sé fébótakrafa stefnenda gjörsamlega órökstudd. Hafi stefnendur í engu rökstutt í hverju tjártjón þeirra sé fólgið né heldur hversu mikið það eigi að hafa verið. Nægir ekki að fullyrða að tjón hafi orðið og fela dómstólum að ákveða bætur „að álitum.“ Krafa um miskabætur. Því er mótmælt að stefnda Þjóðminjasafn íslands eða nokkur stjómandi þess eða stjómamefnd hafi falið stefnda Vilhjálmi sérstaklega að rita fyrrgreint bréf, hvað þá með þeim ummælum sem í því séu. Beri því stefndi ekki ábyrgð á meingerð gegn írelsi, friði, æru eða persónum stefnenda og verði því þegar af þeim ástæðum ekki dæmt til að greiða stefnendum miskabætur. Hin umstefndu ummæli séu fólgin í bréfi sem sent hafi verið einum manni auk ráðuneytis til vörslu í skjalasafni. Stefndi Þjóðminjasafn íslands hafði því alls ekki dreift bréfínu með hinum umstefndu ummælum þegar öll sú ijölmiðlaumræða varð sem stefnendur kvarta svo sárlega undan. Hvemig sem á málið yrði litið að öðm leyti gæti brot stefnda Þjóðminjasafns þó aldrei orðið annað og meira en dreifmg meintra meiðyrða til eins manns, sem ekki sé líklegt að hafi þekkt til stefnenda. Yrði að meta brotið í samræmi við það. Gögn um þá fjölmiðlaumræðu, sem stefnendur hafa lagt fram í málinu, sýnast nánast öll að stofni til vera byggð á niðurstöðu skýrslu dr. Graham Campell og sé fyrrgreinds bréfs einungis lítillega getið og ekki birt úr því nein ummæli. Miski stefhenda af umræðunni, ef um hann sé að ræða, stafi því ekki af hinum umstefndu ummælum, nema þá að svo litlu leyti að engu skipti í samanburði viö þá miklu umræðu sem óumdeilanlega varð. Verði hér ekki í það ráðið hvers vegna dr. Graham Campell eða öðrum, sem ummæli létu falla, sem stefnendur gætu hugsanlega tekið til sín, hafi ekki verió stefnt. Þá séu engar líkur að því leiddar að dr. Graham Campell hafi ekki komist að heiðarlegri, fræðimannslegri, niðurstöðu í skýrslu sinni, þótt röng kynni að teljast. Um bréfíð sé það að öðru leyti að segja að þótt ýmis ummæli í því séu óheppileg og merki um að stefndi Vilhjálmur hafi farið offari verði þó meginefni þess að teljast fullkomlega lögmætar rannsóknartilgátur fræðimanns sem sé að leggja rannsóknarverkefni fyrir annan fræðimann. Séu slík umrnæli almennt vítalaus þótt sár kunni að vera. Sameiginlega um fjártjóns og miskabótakröfu. Engin rök séu að því leidd að stefhdu hafi orðið valdir að tjónsatburði, þ.e. hinni opinberu umræðu í kjölfar skýrslu dr. Graham Campell. Sé og eigi leiddar sönnur að orsakasambandi meints tjónsatburðar og tjóns, engin grein gerð fyrir sennilegum afleiðingum tjónsatburðar, fjártjóni stefnenda eða umfangi þess. Bresti samkvæmt þessu öll skilyrði til að stefnda Þjóðminjasafn lslands verði dæmt til, hvort heldur sem er, fjártjóns- eða miskabótagreiðslu. Krafastefndu um málskostnað er reist á 1. og 3. mgr. 129. gr. og l.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. V. Niðurstaða. Svo sem fram er komið er mál þetta höfðað vegna tilgreindra ummæla sem fram voru sett í bréfi stefnda Þjóðminjasafns íslands, dags. 27. febrúar 1994, til dr. James Grahant Campell og undirritað var af stefnda Vilhjálmi Emi Vilhjálmssyni. Verður fyrst fjallað um einstök ummæli í kröfulið 1 um ómerkingarkröfur og þar stuðst við íslenska þýðingu löggilts skjalaþýðanda: Kröfuliður t. Ómerkingarkröfur. Um einstök ummæli. a) „Auðvitað dreg ég allar þessar útskýringar, sem hjónin em nú að færa fram, mjög í efa, einkum þar sem konan sagði að fundur silfursjóðs á íslandi væri, að mati Kristjáns Eldjáms, ekki sérstaklega merkilegur." Með ummælum þessum gefur stefndi Vilhjálmur ótvírætt í skyn að skýringar stefnenda varðandi fund silfur- sjóðsins séu ótrúverðugar. Untmæli þessi sem ekki hafa verið réttlætt em meiðandi fyrir stefnendur og ber að ómerkja þau með vísan til 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. b) „Eg minntist aldrei á mögulega fölsun við þau, en hún nefnir hafa í bréfi sínu." Hér virðist stefndi vísa til þess sem stefnendur segja í bréfinu frá 15. febrúar 1994 vegna fyrirspumar stefnda unt það hvort það gæti átt sér stað að einhverjir hafi verið að gera at í stefnendum með því að koma silfrinu 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.