Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Qupperneq 30
Múlaþing
h) „Faðir hans, sem einnig býr í Miðhúsum, var lista- og handmenntakennari við framhaldskóla á Austur-
landi. Sem slíkur fékk hann skólann til að kaupa öll tæki og tól sem þyrfti til fhismíða. Þegar hann hætti hjá
skólanum tók hann öll tól og tæki með þeim(sic). Þeir í Miðhúsum eru sennilega að nota þau enn.“
Fallist er á það með stefnendum að með ummælum þessum sé gefið í skyn að faðir stefnandans Hlyns hafi
stolið tækjum og vélum af skóla sem hann vann við og stefnendur nýti hina stolnu muni. Hér er um að ræða
órökstuddar fullyrðingar, sem eru ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart stefnendum. Með visan til 1. mgr. 241.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ber að ómerkja þessi ummæli.
Kröfuliður 2. Fjárkröfur.
Stefnendur byggja á því að greindar aðdróttanir hafi valdið þeim bæði fjárhagslegu tjóni og miska. Að því
er ætlað fjártjón þeirra varðar þá verður að líta til þess að bréfíð frá 27. febrúar 1994 hafði ekki verið gert
opinbert er sú mikla fjölmiðlaumræða átti sér stað sem fylgdi í kjölfar þess að niðurstöður rannsóknarskýrslu
dr. James Graham Campell voru birtar í júní 1994. Gögn þau sem stefnendur hafa lagt fram varðandi um-
fjöllun fjölmiðla eru aðallega frá þeim tíma. Hafi stefnendur orðið fyrir fjártjóni vegna þeirrar umfjöllunar
þá verður það ekki rakið beinlínis til ummælanna í greindu bréfi sem ekki var gert opinbert fyrr en 30. júní
1995. Þá hafa stefnendur ekki lagt fram nein gögn um fjártjón sitt afþessum sökum og ber því að hafna kröfu
þeirra um bætur fýrir fjártjón.
Greind ummæli í bréfmu til dr. James Graham Campell, dags. 27. febrúar 1994, fela í sér ólögmæta meingerð
gegn æru stefnenda og eru virðingu þeirra til hnekkis. Eiga stefnendur rétt á miskabótum samkvæmt 26. gr
skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefndi Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson var starfsmaður stefnda Þjóðminjasalhs íslands
og sendi bréfið í nafni þess. Bera stefndu báðir ábyrgð á efni þess. Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið
til þess að ummælin voru sett fram í rannsóknarbeiðni til erlends fræðimanns sem ekki var ætlast til að yrði
gerð opinber. Voru ummælin sem slík heldur ekki tilefni þeirrar fjölmiðlaumræðu, sem átti sér stað, heldur
niðurstaða rannsóknar breska fornleifafræðingsins dr. James Graham Campell, eins og fyrr segir. Að þessu
virtu þykja miskabætur til stefnenda hæfilega ákveónar kr. 200.000,- sem stefndu ber að greiða stefnendum
óskipt með dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá dómsuppsögudegi til greiðsludags.
Kröfuliður 3. Birtingarkostnaður dóms.
Samkvæmt 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 má dæma þann sem sekur rejmist um
ærumeiðandi aðdróttun til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til
þess að standast kostnað af birtingu dóms. Er mál þetta var höfðað var liðinn málshöfðunarfrestur samkvæmt
29. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til þess að höfða einkamál til refsingar vegna ummælanna. Brestur
því skilyrði til þess að úrræði því, sem kveðið er á um í 2. mgr. 241. laganna, verði beitt. Ber því að hafna
þeirri kröfu stefhenda að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnendum kr. 200.000,- til þess að standast
kostnað af birtingu dóms í heild í opinberum blöðum.
Dæma ber stefndu til þess að greiða stefnendum óskipt málskostnað, sem telst hæfilega ákveðinn kr. 250.000,-.
Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.
Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan.
Dómsorð:
Framangreind ummæli í stafliðum a, b, d, e, f, g og h skulu vera ómerk.
Stefndu, Vilhjálmur Öm Vilhjálmsson og Þjóðminjasafn íslands, greiði óskipt stefnendum, Eddu Kr. Bjöms-
dóttur og Hlyni Halldórssyni, kr. 200.000,- í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 111. kafla vaxtalaga
nr. 25/1987 frá dómsuppsögudegi til greiðsludags og kr. 250.000,- í málskostnað.
Hafnað er kröfu stefnenda um greiðslu kostnaðar af birtingu dóms.
Eggert Óskarsson
28