Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 39

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2011, Side 39
Grafist fyrir um mannvirkin í Arnarbæli við Selfljót lOm I Uppdráttur af rústum í Arnarbœli, eins og þær voru túlkaðar við forn- leifaskráningu 1998, en þá voru minjarnar einnig metnar í hœttu vegna vatnsaga. Upplýsingum um staðsetningu rannsóknarskurða sumarið 2010 hefur verið bætt inn á uppdráttinn. (Heimild: Birna Gunnarsdóttir ofl. 1998). við nærliggjandi þéttbýli. Næstu kaupstaðir voru í Berufirði, í Reyðarfirði og í Vopnafirði, og síðar Seyðisfirði, en í öllum til- vikum var um langan veg og erfiðan að fara. Verslun í Arnar- bæli hefði því með tilliti til þessa getað verið eftirsóknarverður kostur. Þótt þessar séu þær aðstæður sem blasa við í Amarbæli í nútím- anum eru ijölmargar vísbendingar þess að þær hafi breyst umtalsvert á sögulegum tíma. Af landslagi í Utmannasveit má meðal annars lesa langa sögu meginfallvatn- anna þriggja, Jöklu, Lagarfljóts og Selfljóts og það hversu mjög breytilegir farvegir þeirra hafa verið í gegnum tíðina. Víða má sjá uppgróna farvegi, drög og kíla, þar sem vötnin hafa brotið sér leið eftir slétt- unni til sjávar. Einn þeirra er þó mestur og greinilegastur og er hann nefndur Jökullækur. Hann liðast eftir krókum og bugðum frá svo- nefndum Aurkjafti við Lagarfljót suðaustur í Selfljót skammt vestan Klúku. Af þessu hefur því verið talið að a.m.k. hluti Lagarfljóts og Jökulsár hafi runnið í Selfljót fyrr á tímum. Hvernig farvegum fallvatnanna var háttað þegar land byggðist er ekki hægt að full- yrða en margt, þ.á.m. ömefni og málvenjur á svæðinu, bendir þó til þess að aðstæður við Amarbæli hafi verið allt aðrar þá en í dag (sjá t.d. Helgi Hallgrímsson 2005, 87-88; Sævar Sigbjarnarson 2002). Bjöm J. Björnsson (2001) jarðfræðingur hefur athugað gjóskulög í jarðvegi meðfram fallvötnunum á Héraðssandi og Eyjum og með því móti tekist að aldursákvarða upp- þomaða farvegi þeirra. Rannsóknir hans sýna að eftir landnám hefur farvegur Jöklu færst til vesturs í nokkmm áföngum og ennfremur að farvegir úr Jöklu og Lagarfljóti yfir í Selfljót, m.a. eftir Jökullæk, hafa verið virkir á fyrstu öldum íslandsbyggðar en verið orðnir þurrir fyrir 1262 (Bjöm J. Björnsson 2001). Sumrin 2005 og 2006 vann hópur jarð- fræðinga að jarðvegs- og setlagarannsóknum á svæðinu sem nú er horfið undir Hálslón við Kárahnjúka (Guðiún Larsen ofl. 2007). Niður- stöður þeirra rannsókna hafa varpað enn skýr- ara ljósi á sögu vatnsfallanna á Héraðssandi og styðja ennfremur íyrri niðurstöður Bjöms J. Björnssonar urn breytingar á farvegum þeirra eftir landnám. Samkvæmt rannsóknum jarð- fræðinganna er aldur setlagahjalla og efsta hluta gljúfranna (þ.e. Dimmugljúfra) mun lægri en áður hefur verið talið. Dimmugljúfur, í núverandi mynd, vom ekki til við landnám heldur flæmdist Jökla þá á breiðum aurum sunnan Fremri Kárahnjúks. Það er ekki fyrr en nokknt eftir landnám, eða á 12. öld, að Jökla fer að grafa sig að ráði niður í setlögin og mynda gljúfrin - en um leið eykst framburður hennar neðar á Jökuldal og við ósana í Héraðs- flóa. Við þetta breytist hegðunarmunstur 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.